bölvað bull

Ég trúi því ekki í eina sekúntu að við höfum aukið áfengismagnið um 65 % á 25 árum.. bölvað kjaftæði og ekkert annað. fyrir 25 árum var smygl og landi málið !  við fórum hreinlega ekki í ríkið því ekki var bjórinn heldur á boðstólnum.. svo sem sterkast var drukkið og helst í miklu magni.

Landinn var pantaður með vikufyrirvara og svo koma hann í 5 lítra plastbrúsum í heimsendingaþjónustu eða maður fjárfesti í smygluðu viskíi eða bjór.  bjórinn kostaði 1987 það sama og í dag.. eða um 5000 kall kassinn.

Þetta voru allt draugatölur því vitanlega er áfengismagn sem neytt er í landinu einungis mælt í þeim okurlítrum sem seld eru í ríkisverslununum.. Áfengis drykkja hefur ekki aukist, heldur hefur drykkjumynstrið breyst töluvert.


mbl.is Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Páll Geir Bjarnason, 14.11.2007 kl. 02:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flottar tölur en segja ekkert umþað að áfengismagn hafi aukist í umferð. Það voru rosalegar skuggatölur í landinu á árum áður og eru eflaust enn.

Óskar Þorkelsson, 14.11.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Örugglega rétt, en ég rægi það ekki. Drakk oft landa á árum áður. Ég er meira svona að benda á hversu kostnaðarsamur andskoti þessi fyllirí eru.

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 18:01

4 Smámynd: Jens Guð

  Á árum áður var heilmikil fyrirhöfn að nálgast löglegt áfengi víða í dreifbýlinu.  Þá var bruggað á flestum sveitabýlum og þorpshúsum.  Það skekkir samanburðinn við nútímann.  Þar fyrir utan hefur Íslendingum fjölgað um tugi þúsunda á aldarfjórðungi. 

Jens Guð, 16.11.2007 kl. 17:34

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

áfengi á landsbyggðinni var pantað frá ATVR, síðan kom þetta með mjólkurbílnum eða rútunni eftir einhverjar vikur.. alger snilld !

Óskar Þorkelsson, 17.11.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband