fyndið og sorglegt í senn
2.11.2007 | 21:13
Það er fyndið að lögreglan skuli eyða ómældum fjármunum í svona aðgerðir gagnvart mönnum sem ekkert hafa brotið af sér hér á landi og ef þeir hafa brotið af sér í sínu landi þá hafa þeir afplánað sinn dóm og því með hreinan skjöld og mega ferðast að vild. (asskoti varð þetta löng setning). Ég er handviss um að það eru ekki mörg ríki í heiminum sem haga sér á slíkan hátt nema þá einræðisríki í arabalöndum og norður Kórea. Þessar aðgerðir eru í besta lagi fyndnar og í versta falli sorglegar.. fyndnar vegna ofangreinds.. og sorglegar vegna þess að íslenska lögreglan er að fá á sig stimpil ofríkis ! Í fersku minni eru aðgerðirnar gegn "saving Iceland" hópnum þar sem ég var vitni að því að sá hópur var að hjóla um bæinn á furðuhjólum með 3 lögreglubíla fullsetna lögreglumönnum í eftirdragi.. annað dæmi var Falun Gong hópurinn sem er auðvitað stórhættuleg friðarsamtök.
Hvar endar ofríki Björns Bjarnasonar og hans fylgisveina ?
Vítisenglum snúið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
he he ég var að svara Stefáni ofurbloggara að norðan rétt áðan en þá kom upp tilkynning : Svar þitt verður birt þegar greinarhöfundur hefur samþykkt hana !
Þetta útskýrir já-menninguna á hans bloggi Efast um að hann birti mitt svar til hans..
hér er bloggsíða Stefáns sem er hlynntur offríki lögreglu enda ritskoðar hann öll svör sem á hans síðu berast !
http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/354830/
Óskar Þorkelsson, 2.11.2007 kl. 21:23
nú verður landin að gera upp við sig með smá hlut kannski er hann stór!
ef banna á fólki af erlendu bergi að koma til lnadisins og heimsækja vini og kunningja sem í þessu tilfelli er hells angels að koma og hitta fáfnir á þá ekki að loka flugstöð leifs eiríkssonar fyrir allri utna að komandi ferða mönnum og setja upp skillti sem á stendur " enga ferðamenn takk. no tourist alowed" ég veit að þetta er ekki gott til afspurnar fyrir þennan rotna frosna klaka sem ekkert er að gerast á nema þessar frægu pissulöggur sem ég hef nefnt á í öðrum bloggum varðandi "fáfnismálið" sem er ekkert mál og er farið að lýkjast "lúkasar"blogg"spjallinu" fræga í sumar þar sem hundur í líki rottu gafst upp á eygendum en það er önnur saga og verður aldrei sögð aftur.
annað sem mig langar til að segja er: ekki hræðast fáfnis menn þeir eru eins og ég og þú og aldrei að vita nema bankastjórin þinn sé í þessum hópi því eins og vinir mínir erlendis segja og munið þetta vel og hættum að veita svínum (löggum)ath. " banker by day BIKER BY NIGTH"
leiður á þessu (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:28
Sæll og kærar Liverpool kveðjur, besta lið í heimi no matter what.
En ég verð að gera athugasemd.
Það var brotist inn hjá mér í síðustu viku og stolið, tölvunni, veiðibyssunni, myndavélinni og æðislegu veiðivesti sem ég erfði ásamt stórri fullri krukku af klinki, sem var ferðasjóðurinn minn á Anfield. Eftir innrásina hjá Fáfni fannst byssan. Megi þessir menn og þeirra vinir og viðskiptavinir stikna í víti að eilífu AMEN.
Ég bý í góðu rólegu hverfi og er ekkert um návist dópista og annarra aumingja gefið. Hells Angels eru vondir menn og gott mál að þeim sé vísað burt.... Skítbuxaklúbburinn FAFNER er bara fyrir aumingja dópista og þaðan af verra.....Éti þeir skít.
Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:51
Hvað með Falun gong liðana frá Kína sem stunda hugleiðslu og komu hingað til lands til að mótmæla þegar forseti Kína kom í heimsókn hingað,þeim var vísað úr landi umsvifalaust og svo er tekið á móti vopnaframleiðendum sem ætla að halda fund hér.
Það verður að fara að koma Birni Bjarnasyni burt og hleypa manni með nútíma hugsanir að.
Magnús Paul Korntop, 3.11.2007 kl. 13:42
Jesús kristur og allir heilagir fylgisveinar hans.....ætlið þið í alvöru talað að fara að líkja kjaftæðinu í kringum Falun Gong við það þær aðgerðir sem eru í gangi núna ?
Þetta er bara tvennt ólíkt og Falun Gong er ekki til umræðu hér. Það sem er hins vegar til umræðu er hinsvegar Hells Angels.
Mér finnast þetta bara 100% réttmætar aðgerðir af hálfu lögreglunnar. Innan schengen svæðisins er þetta skilgreint sem skipulögð glæpasamtök,og við erum í fullum rétti til að neita þessum aðilum um inngöngu í landið. Og hvað Fafner varðar,þá er nú bara kominn tími til að taka bómulinn úr eyrunum og opna augun fyrir raunveruleikanum. Jón Trausti Lúthersson hefur til dæmis verið marg dæmdur fyrir ofbeldisverk,fíkniefnamisferli,innbrot og fleira. Að fara að líkja þessum manni við bankastjórann minn er svo fáránlegt að það tekur sig ekki að ræða það einu sinni...
Burtu með þetta hyski bara....þetta á bara ekkert skylt við mótorhjólaklúbb. Þetta eru bara glæpamenn,og þó svo að þeir hafi áhuga á mótorhjólum,þá hefur það ekkert með ákvörðunina um að meina þeim inngöngu í landið,að gera.
kv..Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:03
innan schengen eru þeir frjálsir ferða sinna hvar sem er nema á íslandi Carl berg. annað hvort förum við að lögum eða ekki og verum ekki að fela okkur við 43 grein einhverra laga um þjóðaröryggi !! Þetta á allt skylt við Falun gong því það eru sömu rök í offríki lögreglunnar.
Óskar Þorkelsson, 3.11.2007 kl. 16:12
Skari...kommon... ertu í alvörunni að segja mér,að það sé ekki réttlætanlegt að beita þeim lagaúrræðum sem eru fyrir hendi (og þau eru það,það er pottþétt), til að stöðva það að þetta fólk komi sér fyrir hérna á Íslandi ??
Er Jón Trausti Lúthersson og co, eða Hells Angells svona afskaplega eftirsóknarverður félagsskapur fyrir börnin okkar ? Má ég benda þér á að það fundust ólögleg vopn,fíkniefni og fleira fyrir nokkrum tugum klukkutíma í félagsheimili Fafner MC!!!! Ætlarðu svo að reyna að halda því fram að hér sé á ferðinni venjulegur mótorhjólaklúbbur ???
Hefurðu eitthvað skoðað sakaferil þessara manna sem þarna eru á ferð ? það hef ég nefnilega gert,og skora á þig að gera slíkt hið sama...
Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:10
hvar ætlaru að stoppa í lokun landamæranna ? Ég veit vel að þessir menn eru engir englar en þessi lagaúrræði sem lögreglan ofnotar og oftúlkar hafa einnig verið notuð til að stoppa fólk sem er hér til að mótmæla í friðsamlegum tilgangi. Hver á að ákveða hverjir eru hæfir til landgöngu hér á landi ? á meðan þessir menn hafa ekkert brotið af sér hér á landi og á meðan þeir hafa ferðafrelsi frá sínu heimalandi og er ekki hindraður aðgangur að örðum ríkjum innan schengen þá eigum við heldur ekki að taka upp á okkar einsdæmi að stöðva þá..
Óskar Þorkelsson, 3.11.2007 kl. 22:36
Hvar á að draga mörkin ? Það finnst mé afskaplega einfalt. Það á að fara eftir lögunum í þessu sem öðru. Skipulögðum glæpasamtökum má meina hérna inngöngu,á grundvelli þess að það gæti til dæmis raskað almannareglu.
Friðsamlegum mótmælendum má ekki meina inngöngu á sama grundvelli. Auðvitað geta ríkisstjórnir brotið lög,og hafa gert það. Það er til dæmis klárt mál,að það voru ekki lagaleg skilyrði fyrir hendi þegar Falun Gong liðum var meinað að koma inní landið.
En þó svo að við höfum brotið á rétti þeirra einstaklinga,þá þýðir það ekki,að við séum að brjóta á rétti þessara skítaplebba sem kalla sig Vítisengla.
Er ég einn um það Skari að vera feginn að þetta hyski kom ekki til landsins,til að gera Jón Trausta Geðsjúkling ennþá klikkaðri,dópaðri,forhertari og skipulagðari glæpamann ??
Vottar ekki fyrir feginleika hjá þér Skari þegar þú hugsar út í þeta ?? Ég er dauðfeginn að vera laus við þetta krimma pakk,og það á bara að taka ennþá harðar á þessum sora,sem nærist á mannlegri eymd annarra...Fuss og svei..
Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:38
vítisenglar eru ekki á skrá sem skipulögð glæpasamtok Carl Berg. Það er afur á móti algerlega ljóst að þeir eru ekki bestu börnin hennar Evu enda kalla þeir sig engla helvítis.
Ef ég skil þig rétt Carl Berg þá viltu ekki frelsi allra bara sumra.
Ég er að gagnrýna það að yfirvöld ausi fjármunum í að elta saklausa hippa unglinga upp í krana inni á hálendi, nota síðan ómælda fjármuni í að elta þessa krakka um borgina (var vitni að því sjálfur). Ég er að gagnrýna það að hópum eins og Falun gong var meinaður aðgangur að landinu vegna óskiljanlegra krafna og hundingsháttar íslenskra stjórnavlada og sami lagabókstafur notaður gegn vítisenglunum.
Ég hreinlega treysti ekki íslenskum stjórnvöldum til þess að passa upp á þessa hlúti á réttlátan hátt og yfor höfuð að fara eftir þeim lögum sem þessir aumingjar skrifuðu undir þegar við gengum í schengen.
Óskar Þorkelsson, 4.11.2007 kl. 14:03
Bara svo það sé á hreinu Skari, þá eru Hells Angels víst skilgreind sem skipulögð glæpasamtök... ég þarf ekkert að rífast við þig um það.. það er bara á hreinu!!!!
Í öðru lagi,þá vil ég taka það fram að ég vil ekki bara frelsi handa sumum.. ég vil frelsi handa öllum, SEM VIRÐA LÖGIN!!! Það má vel vera að íslenskum stjórnvöldum hafi orðið fótaskortur í þessum efnum..og það viðurkenni ég fyrstur manna. Til dæmis í samb.við Falun Gong.. en að elta saklausa hippa uppí krana á hálendinu er bara allt annað mál. Um leið og einhver hippi klifrar uppí krana á hálendinu sem hann á ekki, þá er hann ekki lengur saklaus er það ?? Það vill nefnilega þannig til,að það er bannað !!!
Mér fundust þessir hippaskrattar sem komu hingað erlendis frá til þess að mótmæla,hafa skaðað málstaðinn frekar en hitt. Ég var mikið á móti þessum framkvæmdum sem þú ert að vísa í...en að menn geti ekki drattast til að mótmæla þessu á friðsælan hátt fannst mér bara sorglegt... það var ekkert bara klifrað upp í krana..menn réðust til dæmis inn á verkfræðistofu og sviptu starfsmennina þar frelsi....er það forsvaranlegt Skari ???
Hreint ekki.....ég hef enga samúð með þeim sem geta ekki farið eftir lögunum..... alls enga..
Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 17:56
Hér er skoðanabróðir þinn hann Björn bjarnasson að tjá sig um þessa hluti ..
http://www.bjorn.is/pistlar/2007/11/04/nr/4225
Hann minnist ekki orði á að Hells Angels séu skipulögð glæpasamtök, aftur á móti talar hann um haðrsvíruð glæpasamtök. Ef Hells Angels væru skipulögð glæpasamtök og skilgreind sem slík þá gætu þau ekki haft skrásett vörumerki : Hells Angels. Þau gætu heldur ekki verið starfandi fyrir opnum tjöldum eins og þau eru í dag.
Þú ert búinn að missa sjónar á því sem var topikið í þessum pistli mínum og það er: Hvar eigum við að stoppa þessa vitleysu í íslenskum yfirvöldum ?
Þessir menn væru ekki velkomnir inn á mitt heimili og mér mundi ekki líða vel með starfsemi þeirra í nágrenninu, en það er ekki mitt að dæma og þetta er kostnaðurinn við að lifa í lýðræðisríki. Ég mundi ekki stoppa þá við komuna til íslands, ég mundi hinsvegar nota þá fjármuni sem var eytt í þennan vitleysisgang allan til þess að fylgjast með þeim og hverjir umgangast þá. kortleggja það sem fram fer til þess að auðvelda það að hægt sé að saka þá um glæpi og þar með gera þá útlæga ! fyrr er ekki hægt að meina þeim inngöngu til okkar skinheilaga lands.
Óskar Þorkelsson, 4.11.2007 kl. 18:52
já gleymdi að spurja þig um heimildir fyrir því að Hells Angels séu skráð sem skipulögð glæapasamtök ! Ég gat ekki fundið þær heimildir...
Óskar Þorkelsson, 4.11.2007 kl. 18:53
Það er lögregluyfirvöldum hvarvetna í sjálfvald sett hvort þau skilgreina einhver félagasamtök sem skipulögð glæpasamtök, og Hells Angels hafa verið skilgreind þannig á mörgum stöðum. http://www.dv.is/frettir/lesa/2181 http://en.wikipedia.org/wiki/Hells_Angels ég er nú ekki flinkur í þessari netleit,en ég hef lesið þetta býsna víða. Þú segir að það sé ekki þitt að dæma og að þetta sé kostnaðurinn við að búa í lýðræðisríki... ég bendi bara aá, að það er einmitt annarra að dæma,og þeir sem réttilega eiga að vega og meta þessi tilvik, hvert fyrir sig, hafa þegar gert það, og gerðu það rétt..þar að segja..meinuðu þessum glæpamönnum inngöngu!!
Mér finnst bara ekki rétt að líkja þessu við Falun Gong málið... því máli var klúðrað eins mikið og hægt var að klúðra því...en þetta er allt önnur Ella eins og einhver sagði... Varðandi þessa eilífðar hippa sem eru að hlekkja sig við byggingarkrana á Kárahnjúkum, þá skil ég ekki að nokkrum manni detti í hug að verja slíkan gjörning...bara næ ekki uppí svoleiðis vitleysu..
Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 18:18
ef þú hefur horft á kastljós í kvöld Carl Berg þá hefðiru séð hver rök lögreglunnar voru.. mjög svo léttvæg og afþví bara svör ! En miðað við hvað ég sé í þínum svörum þá ertu hlýðinn og góður borgari :)
Óskar Þorkelsson, 5.11.2007 kl. 19:58
Ég horfði á kastljós í kvöld...
Rökin fyrir málefninu eru ekkert léttvæg... það var bara svo týpískt að senda einhvern málhaltann vitleysing í kastljósið :) Það er lágmarkskrafa að senda mann með bein í nefinu í svona þátt..og svörin voru auðvitað eftir því..svona af því bara svör... ég er viss um að ef hann hefði haft vit á því að skella einum til tveimur köldum í sig fyrir viðtalið, hefði hann haft kjark til að ybba meiri gogg :) En það frýs í helvíti áður en ég breyti afstöðu minni gagnvart þessu máli, og þessi lögfræðingur sem lítur út eins og nýskeindur barnarass, getur þakkað guði fyrir það,að ég var ekki þarna að rökræða við hann :)
En auðvitað er ég réttsýnn og löghlýðinn borgari :) eða "bæjari" :) því ég bý náttúrulega ekkert í borg :)
Carl Berg
Carl Berg (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:43
nei ég átti svo sannarlega ekki von á því að þú mundir gefa þig.. en ég hef heyrt því fleygt að englum helvítis hafi kólnað talsvert í kvöld.
Óskar Þorkelsson, 5.11.2007 kl. 20:59
ég er pínulítið seint á ferðinni, en ég er afar sammála þér
væri ekki rosasniðugt að kasa öllum mönnum sem heita Natan burt úr landinu því ég meina, það rímar við Satan
halkatla, 9.11.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.