Sjónvarpsmiðstöðin vill ekkert gera fyrir öryrkjann.

jæja þá er kominn botn í málið með sjónvarpið hans pabba.. Eftir samtöl við verslunarstjórann og hans rannsókn þá var niðurstaðan sú að sjónvarpsmiðstöðin tekur enga ábyrgð og vill ekkert gera fyrir karlinn.  3 mánaða gamalt sjónvarp sem að öllum líkindum var lélegt við komuna til pabba gamla er ónýtt og óbætt.. því sá gamli hafði að sjálfsögðu ekki ráð á heimilstryggingu.  Tjón karlsins er fjárhagslegt og tilfinningalegt, og það vita þeir sem eru á örorkubótum að þau eru ekki til skiptana. Tjón verslunarinnar er 89.000 mínus vsk og sölulaun.. eða nettó um 35.000 kall sem er innkaupsverð á svona sjónvarpi. ..

Sjónvarpsmiðstöðinni hefði verið í lófa lagið að redda þessu en þeir höfðu engan áhuga á því.. sem í framhaldinu verður þess valdandi að öll viðskipti við mig og mína fjölskyldu í framtíðinni verða enginn..  Ég mun nota hvert tækifæri sem gefst héðan í frá til þess að vara fólk við viðskiptum við þessa verslun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Einarsson

Sæll Óskar mif langar til að fá að segja aðeins meira um þetta fyrirtæki "sjónvarpsmiðstöðina"

Þanning vildi til að fyrir ca 1 ári eða svo þá verslaði hann pabbi minn 42" tæki þar sem virkar mjög vel nema hvað fjarstýringin hefur ekki virkað eins og hún á að gera, á meðan hann lifði þá var ég alltaf að byðja hann að fara og kvarta en hann var mikill næju maður og vildi það ekki og undir það seinasta hjá honum ef hann gat ekki skipt um stöð þá horfði hann bara það sem hann hafði sett á áður en hann settist niður.

Eftir hans daga þá var ég að horfa á sjónvarpið og nátturlega eins og ég er latur að eðlisfari þá var ég ekki að nenna að standa upp til að skipta um stöð þanning ég hringdi í sjónvarpsmiðstöðina og sagði þeim að fjarstýringin virkaði ekki eins og hún ætti að gera, eftir að hafað talað í 20 mín við hvern sérfræðinginn á eftir öðrum þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að mótakarinn væri bilaður.  Sagði ég þá ok og þeir mættu koma og skipta um hann ónei það er víst minn hausverkur að koma með tækið en þar sem mótakarinn hefði aldrei bilað áður í öðrum tækum þá þyrfti ég að kaupa nýjann þetta væri ekki galli frá þeim, og hef ég núna verið að rífast í þeim í ca 5 mánuði og ekkert gengur.  

Þanning ég vill bara segja verslum ekki hjá þessu fyrirtæki !!!!!!!!!

Kv Ottó 

Ottó Einarsson, 27.10.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það er ljóst að eftir að hafa heyrt þessa sögu mun ég ekki versla hjá þessu fyrirtæki!

Kristján Kristjánsson, 27.10.2007 kl. 18:23

3 identicon

Ég held að það sé árs ábyrgð á öllum svona tækjum á Íslandi, þ.a. það er í lögum og verslunun getur ekki skorast undan því.

Fransman (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband