Mjög sanngjörn úrslit !!
24.10.2007 | 21:16
Leikur Liverpool var vægast sagt ekki góður.. eiginlega bara lélegur !! "skipulagsnillingurinn" Rafa lagði upp með miðjuhnoð og enga vængmenn.. allavega var ekki spilað mikið upp kantana í þessum leik.. eða var kannski Liverpool yfirspilað af stórliði Besiktas ? Martöðin frá Marseilles er að endurtaka sig og tel ég nokkuð ljóst að Rafael sé ekki eins góður stjóri og menn vilja vera láta.. hann rak aðstoðarþjálfara sinn til 12 ára um daginn og síðan þá hefur liðiuð verið að spila hálfhjartað og óskipulega.. kannski var heilinn og motorinn bak við velgengni Rafa, Paco ?
Eitt er ljóst, Rafa mun ekki endurtaka leikinn frá því í Istanbul 2005.. og hann mun aldrei nokkurn tíma komast í námunda við þann titill sem skiptir mestu máli , Enska meistaratitilinn ! Núna er þetta bara spurning um hvenær en ekki hvort Rafa verði látinn fara !
bottom line.. þetta voru sanngjörn úrslit !
Liverpool lá í Istanbul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
þú ert nú ekki mjög mikill spekingur... efþú heldur því fram að þetta hafi verið sanngjarnt.
Vissulega voru Liverpool ekki að spila vel, eiginlega bara mjög illa. En aðal málið er að þeir voru ekki að nýta þessi skot sín... áttu 26 skot á móti 8... Besiktas voru ennþá slakari en Liverpool en nýttu færin vel.
Engan veginn sanngjarnt en mátulegt á Benites... hann verður að fara að stilla upp sterkasta liðinu sínu í hverjum leik. og kommon hvað er með Hyypia... omg... út með hann og Sissoko vil ég aldrei sjá meir....
en þú verður að sjá leikinn ekki bara horfa á hann félagi
Frelsisson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:25
þannig að ég leiðrétti það, þá var Sissoko ekki með í leiknum en ég vil selja þann mann sem fyrst...
Frelsisson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:26
Ég er orðinn leiður á þessari talningu á skotum á markið alltaf leik eftir leik. Everton átti ekkert skot á markið gegn LFC um sl. helgi og voru 1-0 yfir í HT. Skot á markið getur verið léleg sending sem talin er eða eitthvað prump sem ógnar ekkert markinu. Ef það er eitthvað sem á að telja eru það almennileg færi og ef liðið er að yfirspila hitt liðið rétt eins og Arsenal gerir þegar það er í stuði. En annars er Rótarinn Rafa ekki að gera gott mót hvað mig varðar. Ég vil ekki alveg henda karlinum en ég vil að hann kyngji stolti sínu og berji saman liðið með því að fá reynslubuffið Sammy Lee (besta þjálfara LFC frá upphafi) til að hjálpa til við að pússla saman lágmórals-landsliðsmönnunum hjá LFC.
eikifr (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:35
Hvernig færðu þetta út mjög sanngjörn úrslit?????? ég skil það bara ekki. Er sjónvarpið þitt bilað???????
LIVERPOOL (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:12
mjög sanngjarnt vegna þess að liverpool spilai hugmyndasnauðan og fyrirsjánlegan sóknarleik sme leikmenn Besiktas léku sér að stöðva. Þótt Liverpool hafi verið með boltann sennilega um og yfir 60 % þá breytir það því ekki að þeir áttu ekki nema 3 góð færi í leiknu sem er sama tala og hjá Besiktas.. besiktas spilaði skynsamlega og voru greinilega búnir að lesa leik Liverpool( sem er mjög svo fyrirsjáanlegur )
Rafa kemur engum á óvart lengur og er farinn að minna á fyrirrennara sinn all illilega !
Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 22:22
Það er alltaf sama vælið í ykkur púllurum þegar ekkert gengur.
Leikurinn snýst um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn svo það sé á hreinu.
Brynjólfur Grétarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.