Hvað gerir öryrki ef hann..

kaupir sér nýtt sjonvarp og það er ekki í lagi ?  Jú hann kallar á viðgerðarmann sem kemur heim til hans og tekur síðan sjónvarpið með sér.. síðan er öryrkinn ekki lengur með sjónvarp því það hefur ekkert spurst til sjónvarpsins góða síðan þennan dag fyrr í vikunni.. málið er kannað og þá kemur í ljós að sjónvarpið hafði orðið fyrir hnjaski á skjerm og takið því ekki að gera við það.

ok bökkum aðeins.. hver er öryrkinn ? Þetta er hann karl faðir minn og hann gengur alls ekki heill til skógar. Konan hans lést í sl viku og var hún jarðsett í vikunni sem er að líða og hafði hún haft veg og vanda af því að imbinn hafði verið keyptur.  Pabbi hafði margbeðið mig um að koma undanfarnar vikur og taka afruglarann því hann væri eitthvað bilaður því það væru einhverjar rákir í sjónvarpinu og fara með hann í viðgerð.. svo loksins þegar ég kem til að taka afruglarann þá sá ég að það var ekkert að afruglaranum en sjónvarpið var aftur á móti með slæmar rákir upp og niður hægri hlið á skjánum.  Það hafði greinilega orðið fyrir höggi.. en hvenær ?  Hann hafði samband við verslunina og komu þeir og tóku imbann. og tilkynntu honum síðan að tækið væri ónýtt og hann sat uppi með 12 vikna gamalt sjónvarp sem var ónothæft.

Ég er ekki alveg að skilja hvernig hann getur fengið sér nýtt sjónvarp því þetta var mikil fjárfesting fyrir hann í ágúst því ekki er ég aflögufær með þau útgjöld eins og er.. en hvernig er það með ábyrgina á tækinu ?  gæti verslunin ekki sagt að þetta hafi gerst í flutningi ?  Það er fullkomlega líklegt þar sem imbinn stóð bara út við vegg hjá fólki sem hreyfði sig varla úr stólunum allan daginn og á erfitt um allar hreifingar.. er ekki möguleiki á að imbinn hafi verið með þennan skaða þegar tækið kom til þeirra ?  Ég sé ekkert sem mælir gegn því, allan september mánuð var konan hans sáluga meira og minna á spítala og hann í bælinu með lungnabólgu.. en verslunin stendur við sitt og hann fær ekki skaðan bættann á nokkurn hátt.

En svona er þetta, hann er því núna einn með ekkert sjónvarp og hefur ekki möguleika á að bæta úr því, því eins og allir vita þá eru öryrkjar sem eru á fullum bótum ekki efnafólk.

bottom line er.. mig vantar eitthvað sjónvarp fyrir karlinn sem hægt er að tengja stöð 2 afruglara við þar til  hægt er að fjárfesta í betra tæki fyrir hann !

Anyone ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rétt er það Keli og ég á eftir að hamast á þessari verslun all illilega eftir helgi ! spurning hvort karlinn hafi yfir höfuð einhverja heimilistryggingu hann átti varla fyrir útförinni.

Óskar Þorkelsson, 19.10.2007 kl. 19:57

2 identicon

Sæll Skari... þetta er leiðinlegt að heyra, því miður á ég ekki sjónvarp handa kallinum...það er einhver græn slikja yfir gamla sjónvarpinu..og það er á leiðinni á haugana fyrir vikið

 En ég vil að þú nafngreinir þessa verslun... þarft ekkert að vera hræddur við það... það er fínt fyrir neytendur að vita hvaða fyrirtæki eru að standa sig og hvaða fyrirtæki eru að skíta á bakið á sér...

Kanaðu líka málið hjá neytendasamtökunum..þeir geta þrýst ansi miklu í gegn...

Kv, Carl Berg

Carl Berg (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir það Carl berg, ég mun nafngreina búðina eftir helgi ef þeir sjá ekki að sér, ég hef ekki haft samband við þá sjálfur eftir að imbinn var tekinn frá karlinum. vil gefa þeim þann séns að pabbi hafi ekki talað við þá "rétt".

Ég er búinn að fá sjónvarp hjá góðri manneskju sem las þetta !

Óskar Þorkelsson, 20.10.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Halla Rut

Gefðu þeim fyrst tækifæri á að leiðrétta þetta. Ef ekki stöndum við með þér.

Halla Rut , 21.10.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

búðin er að athuga málið, ég var þar seinni partinn í dag og enginn yfirmaður við sem gat greitt úr þessu fyrir karlinn.. klárast á morgunn.

Óskar Þorkelsson, 22.10.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband