USA fær eitt öruggt atkvæði í viðbót
4.9.2007 | 16:03
Ég segi bara að ef við ætlum að ganga í öryggisráð SÞ, þá eigi USA að borga brúsann.. við samþykkjum allt sem þaðan kemur möglunarlaust hvort sem er, og sæti okkar mun bara styrkja Terroristastríðsstjórnina í Hvíta húsinu enn frekar í sinni ólöglegu baráttu gegn hryðjuverkum.
BTW hvenær ætlar samfylkingin að standa við loforð sitt við mig um að hætta stuðningi við "stríðið" í Iraq ?
BTW hvenær ætlar samfylkingin að standa við loforð sitt við mig um að hætta stuðningi við "stríðið" í Iraq ?
Stuðningur eykst við framboð Íslands til öryggisráðs SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig væri að skoða raunverulegar tölur áður en þú kemur með svona þröngsýna athugasemd? Raunin er sú að þegar við höfum kosið hjá SÞ seinustu árin þá höfum við kosið sama og kaninn í u.þ.b. helming skipta. En ef við berum okkur saman við norðurlöndin þá er talan nær 2/3.
Það er auðvitað svartur blettur að tveir menn hafi ákveðið að styðja Íraksstríðið í nafni þjóðarinnar á sínum tíma. Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að við yrðum einhver hvolpur Bandaríkjamanna hjá öryggisráðinu.
Hafa allir eitthvað voða gaman af samsæriskenningum þessa dagana.
Geiri (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:16
atkvæðagreiðsla í SÞ er alls ekki það sama og atkvæðagreiðsla í öryggisráðinu.. þar eru einungis gefin atkvæði eftir því hvar þú ert staddur í heiminum og hver er þinn verndari.. svona ekki mikið ólíkt því sem gerist hjá mafíósum á sikiley.. menn styðja lokal donin fram í rauðan dauðann. Lokal don hjá íslendingum er kaninn, punktur.
Ég veit ekkert hvaða samsæriskenningu þú ert að tala um Geiri.
Óskar Þorkelsson, 5.9.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.