kominn tími á smá blogg

Ég hef verið haldinn smá bloggþreitu vegna mikilla anna í vinnu og hef því ekki skrifað mikið frá hjartanu undafarnar tvær vikur.  Ég hef verið að þvælast um landið þvert og endilangt og sér ekki fyrir endan á því fyrr en um miðjan september en þá tekur við veikindafrí vegna uppskurðar sem ég þarf að fara í um miðjan september.

Ég hef því verið þess virkari á bloggsíðum minna bloggvina og svarað þeirra innleggjum á bloggið eftir bestu getu enda eru þeir flestir hverjir mun betur skriffærir en ég er.

 

Það sem hæst hefur borið í íslensku þjóðfélagi undanfarnar vikur er endemis heimska Villa vitlausa borgarstjóra með Björn Inga sér við hlið í miðbæjarvanda Reykjavíkur.. vandi sem virðist hreint ekkret vera verri eða meiri en hefur verið undanfarna áratugi.. volgur bjór var lausn Villa vitlausa. Ég hef sett mínar athugasemdir inn hjá þeim sem hafa tjáð sig á fréttablogginu um þetta mál enda með eindæmum heimskulegar ákvarðanir og athugasemdir að ræða frá Villa vitlausa, síðasta helgi hefði átt að sýna þessum bjána að miðbærinn er ekkert verstur, heldur er hann stærstur. Þar koma flestir saman og þar verða því mestu lætin. Að dreifa álaginu um borgina er heldur ekki vænlegt þótt það hljómi skynsamlega, því það eru ekki til lögregluþjónar til þess að anna “eftirspurn”.. þeir eru varla sjáanlegir í miðbænum hvað þá ef á að dreifa þeim um höfuðborgarsvæðið meira en gert er í dag.

 

Stytting afgreiðslutíma vínveitingahúsa mun ekki gera neitt annað en að auka álagið á lögregluna og íbúa þessarar góðu borgar því þá mun gleðskapurinn færast í heimahús. Villi vitlausi skilur það ekki, að hann stjórnar ekki skemmtanamynstri íslendinga.. ráðvendni stjórnvalda undanfarin 100 ár, hefur kennt okkur að fara seint út og seint heim. Þetta var gert með álögum á drykkjarföng sem gerir það að verkum að fólk drekkur bara meira heima hjá sér áður en það fer út að “skemmta” sér.. lækkun áfengisverðs mundi fá fólk fyrr út og munstrið mun breytast af sjálfu sér með tímanum.

 

Keli bloggvinur tók dæmi um þetta frá DK þar sem hægt er að kaupa sér drykkjarföng næstum hvar sem og næstum hvenær sem er án þess að þjóðfélagið fari á annan endan. Ég bjó lengi í noregi sem hefur álíka heimskulega löggjöf og íslendingar og með álíka heimska stjórnmála menn og Villa vitlausa og Björn Inga, þar er ástandið oft ekkert betra en hér á landi um helgar. Hópfyllerí með slágsmálum og rúðubrotum..

 

Ég vil fá löggjöf sem svipar til þeirrar dönsku, nóg lepjum við upp eftir dönum hvort sem er (sbr, innflutning á fólki utan EU) því þá ekki ganga skrefið til fulls og taka upp þeirra áfengislöggjöf og álagningu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband