Skari er reiður
19.8.2007 | 17:34
Ég er reiður yfir þessum leik.. ekki vegna þess að chelsea er þekkt fyrir að spila dirty, það er bara þeira bolti.. ekki er það heldur vegna þess að Liverpool spilaði illa, því Liverpool spilaði feikivel í þessum leik. Ég er reiður vegna þess að dómari leiksins var alger trúður og GAF Chelsea 1 stig, stig sem Chelsea átti alls ekki skilið. Þessi vítaspyrnudómur er sennilega sá vitlausasti sem ég hef séð í seinni tíð. Rob Styles er sennilega á launaskrá Abrahomawitch, og ef miðað er við þessa frammistöðu þá vann hann fyrir kaupinu sínu í dag.
Leikur Liverpool var virkilega skemmtilegur og loksins er Rafael Benitez búinn að fatta það að til að ná árangri í englandi þarf að spila 4-4-2. Torres stóð sig frábærlega og er líklegur til þess að vera 20 marka maður í vetur.
Steven Gerrard var allt í öllu í dag og var verðskuldað valinn maður leiksins í dag.
Minn maður Riise stóð sig vel og var óskiljanleg útafskiptingin á 82 mínutu fyrir Peter Crouch sem með fullri virðingu kann alls ekki að spila fótbolta, ég er sannfærður um að Riise hefði klárað þennan leik, en Rafa vildi halda stiginu.. Rafa er svolítið huglaus og leiðinlegur stjóri ef maður spáir í það. En árangurinn telur meira en fagurfræði og skemmtilegheit.
Stig er stig en afskaplega er ég ósáttur við bara 1 stig gegn þessu skítaliði.
Leikur Liverpool var virkilega skemmtilegur og loksins er Rafael Benitez búinn að fatta það að til að ná árangri í englandi þarf að spila 4-4-2. Torres stóð sig frábærlega og er líklegur til þess að vera 20 marka maður í vetur.
Steven Gerrard var allt í öllu í dag og var verðskuldað valinn maður leiksins í dag.
Minn maður Riise stóð sig vel og var óskiljanleg útafskiptingin á 82 mínutu fyrir Peter Crouch sem með fullri virðingu kann alls ekki að spila fótbolta, ég er sannfærður um að Riise hefði klárað þennan leik, en Rafa vildi halda stiginu.. Rafa er svolítið huglaus og leiðinlegur stjóri ef maður spáir í það. En árangurinn telur meira en fagurfræði og skemmtilegheit.
Stig er stig en afskaplega er ég ósáttur við bara 1 stig gegn þessu skítaliði.
Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ósammála með Riise/Crouch dæmið, Crouch hefur oft sannað það að hann er mjög vanmetinn.
Hinsvegar fannst mér Babel/Pennant ekki vera feit skipting, pennant var búinn að eiga hörkuleik og var með flott spil við Kyut þarna.. fannst það draga bit úr sókninni að skipta honum útaf, þótt að Babel sé baneitraður.
Ólafur N. Sigurðsson, 19.8.2007 kl. 17:54
Ég geri þá ráð fyrir að þú hafir líka orðið reiður þegar Liverpool fékk gefins aukaspyrnu á móti Aston Villa.
Arnar Freyr Björnsson, 19.8.2007 kl. 20:43
Aukaspyrna er þó aldrei Vítaspyrna!!! Tveir verulega ólíkir hlutir í gangi, þó sparkað sé í boltann í báðum tilfellum!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 19.8.2007 kl. 21:01
Pennan var náttúrulega með gult spjald, þannig að það er svo sem skiljanlegt út frá því sjónarmiði...
Hundfúll með þessi úrslit... en liðið lýtur vel út...
Carl berg (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 08:40
Aumingja þú það er eins og himin og jörð séu að farast .Þó Liverpool hafi verið meira með boltann voru þeir ekki að skapa sér neitt af færum að ráði en það gerðum við afturá móti , en það er gott að fara með 1stig úr þessum leik.
Nú þurfið þið bara að einbeita ykkur af því að komat í meistaradeildina með því að klára þessa firmakeppni sem er í gangi núna. En við í CH bíðum bara róglegir þar til hún heftst í sept.
Brynjólfur Grétarsson (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.