munaði litlu

Þessi saga á ekkert skylt við umrætt slys enda þekki ég ekki tildrög slyssins en hún gæti alveg hafa gerst svona...

það munaði litlu að rútan sem ég var í á laugardaginn hafi rennt yfir einn hjólhestareiðmanninn í Grímsnesinu.  Ég var ekki að keyra sjálfur sem betur fer, heldur mun reyndari ökumaður sem heitir Bjarni. Þannig var að við sáum tvo hjólandi kappa sem voru sennilegast í samfloti en samt ekki víst miða við mismunandi viðbrögð þeirra við aðsteðjandi hættu á mjóum veginum.
Þannig var að við komum aftan að þeim á stórri 55 manna rútu og á móti kom flutningabíll fylgt af húsbíl (hrikalegir óskapnaðir þessir húsbílar). Fremri hjólreiðamaðurinn leit við og sá okkur og fór af veginum og við nálgumst hratt.. sá aftari.. fór þá bara fram úr þeim fyrri og fór inná akreinina okkar og bara snarræði Bjarna kom í veg fyrir slys.. sem að öllum líkindum hefði verið banaslys.  Ég efast um að viðkomandi hjólreiðamaður hafi áttað sig á þeirri hættu sem hann skapaði sjálfum sér og öllum þeim sem í rútunni voru því við mættum trukknum með jarðýtu á pallinum samtímis.. Tek það fram að viðkomandi hjólreiðamaður var úti í kanti fyrst.. 

Vegakerfið ber ekki umferð reiðhjólafólks því miður.. þetta fólk er í lífshættu vegna mjórra vega og oft vegna aksturslags fólks á kraftmiklum bílum þessa lands

mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig dettur reyndum atvinnubílstjóra í hug að ætla taka framúr hjóli (eða öðrum faratækjum) á sama tíma og annarri umerð er mætt á mjóum vegi?

Kalli (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kalli minn.. hjólreiðamennirnir VORU úti í kanti en annar færði sig inná veginn.. lestu ljúfurinn áður en þú dreifir í kringum þig hinni miklu visku.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2007 kl. 17:04

3 identicon

Sorrý, ég ætlaði nú ekki að pirra þig...

Ég bara gaf mér það að þeir hefðu verið á ferð eftir veginum, sá fyrri hefði stoppað og farið út af, en hinn haldið áfram.   Reiðhjólið á sama rétt á hægri akgreininni eins og önnur (vélknúin) farartæki.  En ef aðstæður hafa verið þannig að þeir hafi verið fyrir utan veg og farið inn á hann fyrir framan ykkur, þá biðst ég forláts, gaf mér bara að þeir hefðu verið á ferð eftir veginum og að það væri bara ein akgrein í hvora átt.  Það hefur þá bara verið misskilningur.

Kalli 

Kalli (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:38

4 Smámynd: Morten Lange

Óskar þetta er áhugaverð saga, og ótrúlegt að hjólreiðamaðurinn skuli gera svoleiðis mistök, miðað við þetta sem  þú lýsir.  En mögulega ætti þetta að vera okkur að kenningu, og aka hægar og taka tillit, sérstaklega  þegar margir mætast á þröngum vegum. 

En miðað við niðurlagið hjá þér,  um að vegakerfið ekki beri umferð hjólreiðamanna, þá er kannski ekki skrýtið að Kalli misskildi þig.  Almennt séð eru ábendingar hans í seinna  athugasemdinni (annarri málsgrein)  orð í tíma töluð,  réttar og þarfar.  

Morten Lange, 23.7.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kalli, ekkert mál.. en ég stend við það að vegakerfið ber ekki hjólreiðamenn í tillegg við aðra umferð. til þess stendur vegagerðin sig ekki nógu vel.. það finnast næstum því engir vegir nema í nágrenni við höfuðborgina sem hafa "vegaxlir" sem hjólreiðamenn og hægfara ökutæki geta nýtt sér svo önnur umferð eigi greiðari leið um veginn án þess að stefna lífi og limum fólks í hættu.

Morten.. vegakerfið á að bera þess umferð hjólreiðamanna líka enda eins og þú segir þá eiga þeir rétt á sér eins og öll önnur umferð. Það er einungis tímaspursmál áður en einhver þessara manna verður ekinn niður, það mun gerast !

Krafan hlýtur að vera breiðari vegir og vegaxlir í tillegg um alla helstu þjóðvegi landsins.. tvöföldun austur á Selfoss og upp í borgarnes. Vegaxlir upp í geysir og þingvöll. Þetta kostar milljarða.. en mér er alveg slétt sama um það. Hjólreiðamenn eiga að geta ferðast um landið án þess að þurfa að líta sér um öxl í hvert skipti sem þeir heyra í bíl...

Óskar Þorkelsson, 24.7.2007 kl. 01:07

6 Smámynd: Magnús Bergsson

OK, Óskar.  Ég ætla líka að fjalla um annað en slysið á Vesturlandsveginum.

Það gæti verið að ég hafi verið annar þessara hjólreiðamann sem þú nefnir. Ef hjólreiðamaðurinn vék undan þessari umræddri umferð rétt vestan við Svínavatn þá var ég þar á ferð. Ég fór allavega út af veginum þar sem tvær rútur komu aftan að mér og mig minnir að einhverjir fáránleg risaeinkabílar komu á móti mér. Mér var líka nóg boðið því það var talsverður mótvindur, ofboðslegum háfaða frá þessari djöfullegu bílaumferð og það var ákaflega erfitt að halda sig á 10 cm linu í vegkanti sem oft á tíðum er illa skemmdur.  

Ég vill þó taka það fram að ég var einn á ferð.

Umferðin á þessum svæði var vægast sagt ótrúleg þennan laugardag. Eftir að mér hafði verið sýnd fjölmörg banatilræði frá Skálholti  að Svínavatni þá fór ég út af veginum við Svínavatn til að ná andanum. Þar gerði ég smá könnun og taldi bíla sem þustum eftir veginum í 180° radíus framan við mig. Taldi ég þar 30 bíla. Að því gefnu að sjónsviðið hafi náð yfir u.þ.b. kílómeters langan vegakafla (sem er ekki fjarri lagi) þá hefur þéttleiki bíla verið 10 bílar á hverja 300 metra. Flestir óku þeir næri 100km hraða á vegi sem ég tel að ætti að hafa aðeins 60-70km hámarkshraða. Þetta var vægast sagt geggjun að vera í svona umferð og hef ég ekki lent í öðru eins þau rúmlega 20 ár sem ég hef stundað hjólaferðalög um vegi landsins. Ekki bætir svo úr skák að þessi heiftarlega risabíladella er orðin mjög sjúkleg hjá okkur íslendingum.

Á þessari ferð minni frá Skálholti að Seyðishólum gerði ég smá könnun sem gaf u.þ.b. þessa niðurstöðu:  30% ökumanna virtust vera meðvitaðir um að þeir voru að aka fram úr hjólreiðamanni. Þ.e. þeir hægðu á ferðinni og fóru yfir á hin vegahelminginn þegar þeir fóru fram úr mér. Þá tel ég þar reyndar líka ökumenn sem fóru inn á hin vegahelminginn, hálfir eða að öllu leiti á óslitinni miðjulínu! Margir þessara ökumanna voru á erlendum númerum U.þ.b. 5% ökumanna sýndu mér banatilræði og tveir ökumenn komu svo nálægt mér á ofsa hraða að ég botna ekki í því að ég skildi sleppa frá þeim lifandi. Á þessari leið taldi ég svo sýnilegar í vegkantinum átta bjór- og gosdósir, einn fullan ruslapoka, einar nærbuxur, eina flíspeysu, einn hanska og eina úlpu. Á leiðni mátti svo sjá einn dauðan fugl sem af fyrri reynslu voru eflaust margfalt fleiri í grasi grónum vegkantinum.

Ég mátti svo sem vita það og veit það nú að það er ákaflega heimskulegt að hjóla um vegi í byggð ekki síst um helgarrúntsvæði reykvískra ökumanna sem eru úti að aka meira nú en nokkru sinni enda flestir búnir að kaupa sér syndaaflausn hjá Kolviði.

Ég hef því að segja þetta að lokum. Það bætir ekki ástandið að setja á sig hjálm í svona “samgönguumhverfi”. Það þarf eitthvað miklu gáfulegra, t.d. bæta aðgengi hjólreiðafólks og gera það svo vel að hjólreiðar verði ákjósanlegur og öruggur samgöngukostur.

Magnús Bergsson, 25.7.2007 kl. 00:29

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég skil vel hvað þú ert að fara Magnús og eiga þeir hjólreiðamenn sem ÞORA að hjóla um vegi landsins alla mína virðingu. en þú varst örugglega ekki annar þessara manna enda voru þeir tveir og voru líklegast túrhestar.

Ég segi Vegaxlir á alla helstu umferðarvegi landins.

Óskar Þorkelsson, 25.7.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband