Dæmi um aksturslag sumra ökumanna úti á vegum..

 

Þar sem ég hef verið talsvert við rútubílaakstur í sumar þá sér maður ýmislegt sem fer í taugarnar á manni.

Fólk að þvælast fyrir úti á vegum er “vandamál”. Fólk ekur á “löglegum” hraða.. bara 20-30 kmh undir hámarskhraða svo erfitt er að klaga aksturslagið. Þetta fólk virðist oft vera ónæmt fyrir því hvað gerist fyrir aftan það og virðist hreinlega ekki vera í takt við þá umferð sem er á vegunum. Baksýnisspeglar eru fyrir þetta fólk til skrauts og nauðsyn til þess að koma druslunni í gegnum skoðun, spegillinn inni í bílnum er notaður sem snyrtispegill eða beint að baksætinu svo hægt sé að fylgjast með ormunum. Vandamálið er að vegirnir eru oft mjóir og hlykkjóttir svo framúrakstur er oftast ómögulegur á rútu og erfiður á venjulegum bíl, svo þegar maður kemur á 80-90 kmh aftan að svona fólki td í nágrenni við Laugarvatn eða á Þingvöllum þá lætur maður vita af sér með ljósunum.. en ekkert virkar.. fólkið bendir upp í fjall og horfir hvort á annað þess á milli gersamlega úr takt við umferðina.. hvað gerist fyrir aftan eða oft hvað gerist fyrir framan kemur því hreinlega ekki við.. umferðin er því óviðkomandi því þetta fólk er í fríi og friðhelgi einkalífsins nær inn í bílskrjóðinn skv hæstarétti.. blikkun.. nálgun með ógnandi rútuframendann aftan að bílnum hefur enginn áhrif.. þá grípur maður til örþrifaráða.. flautar ! Það er nú svo að sumir rútubílar hafa loftflautur.. aðrir væmiltítulegt píp.. ef um væmiltítulega pípið er að ræða þá horfir fólk kannski í baksýnisspegilinn og grettir sig í vanþóknun yfir truflun fjölskyldubíltúrsins.. en ef maður drynur yfir þau með loftflautu þá er fjandinn laus.. krakkarnir fara að grenja.. kerlingin sýnir fingur.. karlinn sem oftast er að keyra (því miður) hægir á sér.. eða í skelfingu gefur í eins og fífl í stað þess að fara út í kant og gera framúrakstur mögulegan.

Annað dæmi !

Ég kem akandi á fjallatrukk yfir Gjábakkaleið (lyngdalsheiði) að austan. 35 manns um borð og bíllinn er á skriði (þeir sem hafa meirapróf og aka um á stórum bílum vita hvað það þýðir), bíll nánar tiltekið grænn ekonolíne sér mig koma og fer inn á veginn sirka 100 metra fyrir framan mig.. og lullar bara áfram eins og ég hafi ekki verið til.. ekki séns að maðurinn hafi ekki séð þennan fjallatrukk sem er STÓR.. 3.7 m á hæð og vel ljósum búinn. Ég var á um 80 kmh og því varð ég að hemla harkalega, ekki nauðhemlun en harkaleg hemlun. Ég bölva í hljóði því vitleysingurinn hélt svo áfram fyrir framan mig á miklu lægri hraða en ég var á fyrir.. 40-50 kmh og þeir sem þekkja gjábakkaleið vita að framúrakstur þar á svona trukk er erfiður jafnvel þótt bíllinn á undan gefi séns. Ég í mínu geðvonskukasti (búinn að þvælast um hálendið allan daginn og orðinn lúinn) ek alveg upp í stuðara á ekonolíne bílnum og gef merki með ljósunum.. ekononline hefur stóra spegla, svo stóra að það er ekki séns að fíflið hafi ekki séð rútuna heldur tel ég að hann hafi ekki viljað “dóla” í ryki rútunnar og því svínað á mig til að vera fyrir framan.. en hann fattaði ekki þessi sauður að rútan kemst talsvert hraðar yfir svona þvottabrettisveg heldur en ekononline óbreyttur.. ég get séð greinilega í hans speglum að hann er að tala við einhvern við hliðina á sér.. ég var þess fullviss að hann væri að tuða yfir frekjunni í þessum andskotans rútubílstjórum sem allt þykjast eiga og eru bara almennt til óþæginda fyrir hin almenna bílstjóra.. en svo sá ég í hinn spegilinn hans.. hann var að tala við golden retriver hund.. OMG.. nú var Skara nóg boðið og hann þeytti loftflauturnar svo rolluræsknin í nálægum fjöllum þeittust yfir í næsta hérað með hraði.. karluglann í græna óbreytta ekonolínebílnum var gersamlega ónæmur fyrir þessari truflun.. ok.. sjóndapur heyrnaskertur og mögulega létt gjeggjaður (miðað við langar samræður við hundinn) ekki var útlitið gott.. svo kom björgunin eftir 10 km akstur á 40 kmh.. stór húsbíll kom á móti (merkilegt að sá óskapnaður hafi komið til bjargar) og ekonolíne bíllinn varð að aka út í kant til að gefa séns.. sennilega verið þeim fróma manni þvert um geð.. en við það þá setti ég loftflautun í gang aftur og karlinn með opinn glugga á því sem næst stöðvuðum bíl annað hvort “tók” eftir því að það var einhver annar á veginum en hann og sá hinn sami var á meiri hraða.. eða hann sá Bens merkið fylla út í baksýnisspegilinn og haldið að ég ætlaði að aka yfir drusluna hans og hann stoppaði og hleypti mér framúr..
Sögunni er ekki lokið.. ég ek svo inn á þingvallaþjóðgarð þar sem er 50 km hámarkshraði með réttu.. vegirnir hreinlega bera ekki meiri hraða.. ég er þar á 50-60 og er að teygja lukkuna á svona bíl.. þá birtist vinurinn skyndilega og fer framúr á töluverðum hraða á hlykkjóttum skógarveginum fyrir ofan þjónustumiðstöðina..

Hvað segir þetta okkur um aksturslag sumra íslendinga ? Tek það fram að flestir íslendingar aka vel og eru fyrirtaksökumenn en þessi tegund sem ég var að lýsa að ofan er óþolandi mannmörg í umferðinni.. ég tel um 10-15 % ökumanna eru af þessari tegund.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband