dýraníðingar í löggunni ?
5.7.2007 | 17:44
Hundar eru í eðli sínu terretorial dýr.. með öðrum orðum þeir passa upp á sitt.. og í þessu tilfelli þá upplifir hundurinn lögregluna sem árasaraðila og afleiðingarnar eru augljósar.. En piparspray á hund er glæpsamlegt.. sérstaklega þegar hundurinn er að verja sitt svæði..
og hægur leikur er fyrir menn með kunnáttu á dýrum að hafa hemil á honum.
Voru lögreglumennirnir með leitarheimild ?
Voru þetta bara löggur að troðast inn á einkalíf fólks þótt þeir hafi rökstuddan grun um að þau hafi fíkniefni undir höndum ?
Einhvernveginn læðist að mér sá grunur að löggan hafi ekki verið í fullum rétti inni í íbúð viðkomandi pars.
Ég óttast að í þessu tilfelli fái hundarnir að gjalda fyrir atburðinn.. hver svo sem hafði lögin sín megin.
og hægur leikur er fyrir menn með kunnáttu á dýrum að hafa hemil á honum.
Voru lögreglumennirnir með leitarheimild ?
Voru þetta bara löggur að troðast inn á einkalíf fólks þótt þeir hafi rökstuddan grun um að þau hafi fíkniefni undir höndum ?
Einhvernveginn læðist að mér sá grunur að löggan hafi ekki verið í fullum rétti inni í íbúð viðkomandi pars.
Ég óttast að í þessu tilfelli fái hundarnir að gjalda fyrir atburðinn.. hver svo sem hafði lögin sín megin.
Hundur réðist á lögreglumann í húsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ertu eiginlega að bulla.... hefurru einhverjar góðar og staðfestar heimildir fyrir einhverju sem þú ert að segja...... þvílíkt bull.....
Og annað,... af hverju er hundurinn allt í einu orðin meira virði en lögregluþjónninn
Finnur Ólafsson Thorlacius, 5.7.2007 kl. 17:57
Voru lögreglumennirnir með leitarheimild ?
Pottþétt !
Voru þetta bara löggur að troðast inn á einkalíf fólks þótt þeir hafi rökstuddan grun um að þau hafi fíkniefni undir höndum ?
Hugsanlega var þetta "tilviljanakennd leit" , svipað og þegar bílar eru stoppaðir í "reglubundnu eftirliti". Kannski hafa þeir bankað uppá RANDOM hús í bænum og dottið í lukkupottinn ! hehe
Einhvernveginn læðist að mér sá grunur að löggan hafi ekki verið í fullum rétti inni í íbúð viðkomandi pars.
Ef svo er, þá býrðu yfir merkilegum innanbúðar upplýsingum. En afhverju samt ekki í "Fullum rétti" ?
Ég óttast að í þessu tilfelli fái hundarnir að gjalda fyrir atburðinn.. hver svo sem hafði lögin sín megin.
Hundinum á að lóga med det samme, ekki spurning. Hundur sem bítur einu sinni, kemur mjög líklega til með að gera það aftur. Þessvegna er þeim yfirleitt lógað ef þeir bíta.
Ef löggan er dýraníðingur í þessu tilfelli, er þá dópliðið "pet lovers" að þínu mati ?? Hundurinn pottþétt í góðum höndum hjá þessu fólki, og líka ágætt fyrir hann að sniffa soldið af kók leifunum uppúr gólfinu !! hehehe
Ingólfur Þór Guðmundsson, 5.7.2007 kl. 18:03
En á þetta fólk að fá að halda hund yfirhöfuð?
Hundgreyið á betra skilið að mati Púkans, enda er hann mikill hundavinur og hefur sjálfur einn ferfættan vin sinn liggjandi undir skrifborðinu meðan hann ritar þessi orð.Púkinn, 5.7.2007 kl. 18:16
Finnur.. þótt þú virðist ekki geta skilið það sem aðrir láta fara frá sér er alger óþarfi ða tala um að þeir bulli nema að þú hafir eitthvða sjálfur að segja.. sem þú hafðir ekki.. Ég var að tala um hundinn en ekki lögguna.
Ingólfur þú hefur áður komið inn á mitt blogg með hroka og yfirlæti..
Hvernig veist þú að löggan hafi haft leitarheimild ? íslenska löggan hefur margoft farið inn í hús fólks án nokkurra heimilda .
ummæli þín um að hundinum eigi að lóga af því að hann beit segir mér töluvert um þinn hugarheim.. hundurinn er á sínu heimili og því í fullum rétti til þess að verja sig og sitt.. og svo kemur hvergi fram í fréttinni að lögreglan hafi verið bitin eða slasast ! Það stendur bara að hundurinn hafi veist að löggunni..
sennilega gelt hátt og hrætt vesalings lögguna.
Ég skrifa um fréttirnar EINS og fréttirnar eru skrifaðar þótt sjálfskipaði besservisserer láti í sér heyra eins og Ingólfur og Finnur.. Ég var að blogga um þessa frétt eins og hún var skrifuð og ég hef mínar skoðanir á því sem þarna hefur gerst enda eru hundar á íslandi réttdræpir í augum yfirvalda við minnstu yfirsjón.
Dópistar eiga líka börn.. ekki eru þau tekinn fyrr en eftir dúk og disk.. en hundinum má lóga og það verður eflaust gert svo Ingólfur getur kumrað af kæti yfir því enda greinilega ekki dýravinur.
Óskar Þorkelsson, 5.7.2007 kl. 18:25
Þú mátt alveg segja það sem þér finnst, og það mega aðrir líka...
Málið er að þú hefur ekkert fyrir þér í því sem þú ert að segja og veist ekkert hvernig aðstæður voru þarna, segir að hundurinn hafi sennilega "bara" gelt... hvað veist þú um það.
Fullyrðir að hundurinn hafi verið í "fullum rétti" að því að hann hafi verið á sínu heimili, þvílíkt bull. Hvað ef löggan hefði mætt húsráðanda með hlaðna haglabyssu otandi að þeim, hefði það líka verið í lagi vegna þess að hann var á sínu heimili.
Ekki bulla svona mikið, þangað annað kemur í ljós þá treysti ég því að löggan hafi farið að lögum hvað þetta mál varðar
Finnur Ólafsson Thorlacius, 5.7.2007 kl. 18:40
þú bullar voðalega mikið finnur.. alls 4 sinnum í 2 greinum !
Óskar Þorkelsson, 5.7.2007 kl. 19:33
Hundar verja alltaf sitt yfirráðasvæði, það er þeim náttúrulegt og ekkert hægt að gera við því.
einnig verja hundar húsbónda sinn með öllum tiltækum ráðum sé veist að honum.. þer gellta, urra, stökkva á viðkomandi og bíta ef ekkert annað dugar, það er þeim eðlislægt og alveg sama hvar hundurinn er alin upp.
að löggan hafi verið í fullum rétti eða ekki hefur ekkert með hundinn að gera, hann kann ekki að lesa og veit ekki hvað leitarheimild er, hann skynjar bara viðbrögð húsbóndans og bregst við þeim, þannig að ef húsbóndinn sýnir hundinum að löggan er óboðin þá bregst hundurinn við því með því að verja sitt svæði.
að lögregla beiti piparúða á hund er ófyrirgefanlegt, þvílík pynting getur eyðilagt hundinn og gert hann mannýgan, og jafnvel gert hann að lögguhatara þannig að hann ráðist á einkennisbúninginn þegar hann sér hann.
rétt viðbrögð lögreglunnar hefðu verið að skipa húsráðanda að kalla til sín hundinn, ef hann hefði ekki gert það þá eru lögreglumenn yfirleitt með sérstakt skaft með hundaól á sem notað er til að fanga hunda, og þeir hefðu átt að nota það.
að bita piparúða á hundinn segir aðeins að viðkomandi lögreglumaður hefur ekki hlotið almennilega þjálfun og er sennilega afleysingarmaður, og hefði því aldrei átt að koma nálægt þessu máli.
hundar eru skráðir alveg eins og fólk, lögreglan hefði getað flett upp heimilinu og séð að það væri skráður Shaeffer hundur þar og sent mann úr K-9 deild lögreglunnar með á vettvang til að eiga við dýrið.
þetta mál lyktar allt af vankunnáttu og slæmum undirbúningi lögreglunnar, og á sennilega eftir að kosta öðlings hund lífið, því Shaeffer hundar eru ekki grimmir að jafnaði, en þeir eru mjög ákveðnir þegar kemur að því að verja húsbónda sinn.
með von um að hundurinn fái bata og fái að lifa... mér er sama um eigandann og löggunna, dýralæknirinn má sprauta þá báða í staðinn fyrir hundinn.....
Daníel Sigurðsson, 5.7.2007 kl. 19:34
Ertu ekki með öllum mjalla Óskar?
"hægur leikur er fyrir menn með kunnáttu á dýrum að hafa hemil á honum."
Átti lögreglumennirnir að hringja á kunnáttumann í hundameðhöndlun á meðan Schäferinn dundaði sér við að naga hönd og fót af lögreglumanninum?
"Ég óttast að í þessu tilfelli fái hundarnir að gjalda fyrir atburðinn.. hver svo sem hafði lögin sín megin."
Hundurinn fékk að gjalda fyrir GJÖRÐIR EIGENDA SINNA. Ef menn eru að selja dóp, þá mega þeir búast við heimsóknum eins og þessum. Það er ekki lögreglunni að kenna ef það eru saklaus börn eða dýr á heimilum dópsala.
Óskar, hvernig væri að þú notaðir bloggið þitt til að drulla yfir dópsalana frekar en lögregluna?
Nosy (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:29
Ég held að greinahöfundur sé eitthvað bitur útí fyrri upplifun :)
Hvort sem lögreglan hafi verið með leitarheimild eða ekki, sem ég geri FASTLEGA ráð fyrir að hún hafi haft, að þá voru þau með mikið magn amfetamíns sem gefur til kynna að það sé ætlað til sölu ásamt væntanlegum staðfestum grun og var þannig mikil ástæða til.
Ég veit ekki hvað lögreglan hefði átt að gera annað en að beita úðanum... hún hefði getað tekið upp kylfuna eða þessvegna byssu... í leitum sem þessum er víkingasveitin notuð í flestum tilvikum og bera þeir byssur... og ekki litlar skal ég segja þér :) ...
Hárrétt viðbrögð og ekkert við þetta að setja útá að mínu mati.
Þór (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:14
Ekkert annað að gera en að úða hundinn.
Hundar draga yfirleitt dám af eigendunum, enda hjarðdýr, og virðast líta á manninn sem hvern annan hund og eigandann þá væntanlega sem alfa-hundinn. Hundar geta virkað sem stórhættulegt vopn og eitt af viðkvæmari leyndarmálum mannkynssögunnar er þjálfun og beiting stríðshunda.
Baldur Fjölnisson, 5.7.2007 kl. 23:42
Þú ert nú meiri vælukjóinn... þetta er með meira væli sem ég hef lesið!
Gunni (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.