mögnuð spenna alveg hreint !
27.6.2007 | 17:55
Alltaf þegar maður sér svona fyrirsagnir þá dettur manni í hug eitthvað skemmtilegt.. góð bíómynd með alveg magnaðri spennu..
en í alvöruna.. mikið er það sorglegt að serbar skuli eiga sinn hápunt í tilverunni árið 1300 og súrkál ! Þetta er álíka sorglegt og oranjereglan í norður írlandi.. minnast manndrápa fyrir 4-500 árum sem einhvern vendipunkt í sinni sorglegu tilveru í dag !
en í alvöruna.. mikið er það sorglegt að serbar skuli eiga sinn hápunt í tilverunni árið 1300 og súrkál ! Þetta er álíka sorglegt og oranjereglan í norður írlandi.. minnast manndrápa fyrir 4-500 árum sem einhvern vendipunkt í sinni sorglegu tilveru í dag !
Spenna magnast upp í Kosovo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er bara heldur flóknara en svo. Kosovo er fyrir Serbum svipað og Þingvellir urðu fyrir Íslendingum rétt um árþúsundi eftir krist. Ef grannt er skoðað, þá kemur í ljós að megnið af því sem að menningu lýtur innan Kosovo er Serbneskt, ekki Albanskt. Líklega myndi eitthvað heyrast í Íslendingum ef eitthvað erlent þjóðarbrot flykktist til Íslands, settist að við Þingvelli og vildi svo fá sjálfstæði í krafti fjölda íbúa þar. Serbar vilja einfaldlega standa vörð um eigin menningu og arfleifð.
Snorri Sturluson skipar þó nokkuð háan sess í menningarsögu Íslands, og við eigum honum og hans skrifum töluvert að þakka að Íslensk menning sé yfirhöfuð til (gerðist fyrir 1300 og súrkál)
Georg (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:51
Sammála síðasta ræðumanni...ég ætlaði einmitt að benda á þessa hluti. Fyrir flesta Íslendinga er þetta allt saman svakalega fáránlegt...að vera stanslaust með heiminn á móti sér út af einhverju fátækrarhéraði sem fljótt á litið skiptir líklega engu máli...eins eins og Georg bendir á,þá er málið bara alls ekki svo einfalt. Fyrir utan menningararfleiðina,þá verður að viðurkennast að þetta er Serbneskt landsvæði og serbar bara hreinlega sætta sig ekki við að einhverjir lýsi yfir sjálfstæði á þessu svæði,og það er vel skiljanlegt...hvaða aðferðir þeir hafa svo notað í sinni baráttu,eða sínum hernaði,er svo allt annað mál.
Það er einnig skiljanlegt á vissan hátt,að upp skuli hafa sprottið mikið af þjóðernissinnum á þessu svæði,sé sagan skoðuð í ákveðnu samhengi. Það finnst mikið af þjóðernissinnum á balkanskaga og þó svo að það sé á vissan hátt uggvænlegt,þá er það þó skiljanlegt í sögulegu samhengi.
Oraníu kjaftæðið á Írlandi er svo aftur enn annar handleggur og væri auðleysanlegri ef þessir Béskotar gætu nú brotið odd af oflæti sínu og reynt að útrýma þessar stéttskiptingu sem er í gangi þarna og hætta þessu sudda snobbi alltaf hreint. :) Kaþólikkar og Mótmælendur mæ ess,eins og einhver sagði...stærsti hlutinn af þessum vitleysingum fer aldrei í kirkju og er ekkert trúaðri heldur en hver annar...þetta er löngu farið að snúast um prinsipp,og það að gefa bara ekki eftir. Hef sjálfur verið á þessu svæði og þetta er bara bull og vitleysa...stoltið að drepa menn...yfir hverju eru menn svo stoltir...tja...gömlu karlarnir vita það..hinir hafa ekki hugmynd um það..bara go with the flow :)
Bóla
Bóla (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 00:57
Kosovo er ekki serbneskt frekar en ísland er danskt landsvæði..
http://news.bbc.co.uk/2/hi/special_report/1998/kosovo/110492.stm
hérna er örlítil sögukennsla fyrir ykkur !
Óskar Þorkelsson, 28.6.2007 kl. 08:30
Óskar, þú ættir kannski að lesa þennan pistil sjálfur, og jafnvel reyna að skilja hann líka.
1. By 1459, all of Serbia, including Kosovo, had fallen under Turkish rule. (Sumsé Kosovo er hluti Serbíu, ekki lýgur BBC)
2. Following a failed uprising in 1689, the numbers of Serbs emigrating began to escalate. They were replaced by mostly Muslim Albanians who came to Kosovo's fertile lands from the hostile mountains of Albania proper. (Sumsé Serbum var ýtt burt af Albönum frá Albaníu í skjóli hersetu Tyrkja á Balkanskaga, ekki lýgur BBC)
3. From 1878, Serbia was a fully independent state again but Kosovo still lay under Ottoman rule. (Enn og aftur tekið fram að Kosovo sé hluti Serbíu, BBC lýgur ekki)
4. By 1912, Serbia and the other independent Balkan states joined together to drive the Turks out of their remaining possessions in Europe. For Kosovo's Serbs, the arrival of the Serbian Army was a liberation. (Serbar voru sumsé enn til staðar í Kosovo þrátt fyrir langa hersetu Tyrkja, en fyrst eftir balkanstríðin 1912-1913 voru Albanir í meirihluta á svæðinu)
5. In 1941, most of Kosovo became part of an Italian-controlled Greater Albania. (Athugaðu orðið became, sumsé, svæðið var hertekið við uppgjöf Júgóslavíu fyrir Þjóðverjum 1941 og fært Albönum. Mikið til af upplýsingum um þann hluta sögu Kosovo, t.d. á netinu)
Eftirleikinn af þessu öllu þekkjum við vel, báðar þjóðir hafa barist lengi um svæðið og beita misgrófum aðferðum. Meginrök Albana fyrir Albönsku Kosovo eru þau að þeir séu afkomendur Illýra, frumbyggja svæðisins. Fátt styður það, nánast ekkert af hinni Illýrisku menningu fyrirfinnst í Albanskri menningu. Þeir virðast t.d. hafa tekið meira af lánsorðum úr Grísku en Illýrisku.
Langmest af sögulegum minnisvörðum á svæðinu eru Serbneskir, örnefni eru langflest Serbnesk og meira að segja nafn svæðisins er Serbneskt en ekki Albanskt.
Með vinsemd og virðingu.
Georg (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:24
Ég las pistilinn yfir og setti hann fram til þess að sýna ykkur fram á að Kosovo er ekki meira serbneskt frekar en ísland er danskt.. það sem liggur á bak við hjá mér er að Serbía hertók kosovo á 11 og 12 öld. albanir hafa aftur á móti verið að þvælast um á þessu landi í amk 3000 ár. Með þínum rökum Georg þá ættum við að tale dansk og hava danebrog sem okkar þjóðfána..
Að sjálfsögðu eru kennileitin á serbnesku í dag.. enda hafa þeir verið þeir sem hafa stjórnað þarna í 7-800 ár.. Danir gerðu slíkt hið sama í noregi og reyndu það hér líka.. þeim tókst td að drepa norskuna að mestu og voru á góðri leið með að kála íslenskri tungu líka..
Kosovo er albanskt landsvæði og um það verður varla deilt þrátt fyrir að serbar vilji minnast einhverrar orrustu fyrir nokkur hundruð árum.. en sumir aðhillast landafræði sigurvegarans líkt og þú Georg.
http://www.canvasopedia.org/content/serbian_case/balkans.htm
Með vinsemd og virðingu, sem virtist vanta hjá sumum sem gera ráð fyrir að aðrir lesi ekki yfir það sem þeir birta og viti ekki heldur hvað þeir tali um..
Óskar Þorkelsson, 28.6.2007 kl. 17:59
Ágæti Óskar, það kemur ekkert fram í nýja pistlinum þínum um eigu Albana eða rétti til Kosovo Serbum fremur. Hinsvegar kemur fram eftirfarandi:
1196-1355: In the early 7th century Slavs migrate over the Carpathian Mountains into the Balkan peninsula, then part of the Roman Empire. By the 10th century, the Slavic tribes in the area have become three distinct groups: Croatians, Slovenians and Serbians. In the mid 14th century, Serbia, under King Dusan 'the Mighty', expands southwards into modern-day Albania, Macedonia and Greece. (Ekkert sagt um veru Albana á svæðinu þá, bara núverandi landamæri Albaníu)
og
1389-1459: Serbia is defeated by an Ottoman army at Kosovo Polje. og í sömu málsgrein: Albanians begin trickling into the region. (Sumsé, Albanir byrjuðu þá að flytjast inn í Kosovo, í skjóli hersetu Tyrkja)
og
1878: The Treaty of Berlin drastically redraws political boundaries in the Balkans. Serbia regains independence, although Kosovo, now largely populated by ethnic Albanians, remains under Ottoman rule. (Sumsé, Albanir eru þá fyrst orðnir hlutfallslega stór hópur innan svæðisins)
Ef þessu sem þú setur hér fram er ætlað að sýna fram á að Kosovo sé virkilega Albanskt, þá stenst lítið af því, en styður málstað Serba hinsvegar fullkomlega. Þú ætlar líka að Albanir hafi "þvælst um á þessu landi í um 3000 ár", þá meinarðu væntanlega að þeir séu afkomendur Illýra, skoðaðu þá t.d. : http://www.historyofmacedonia.org/AlbanianTerrorism/AlbanianLies1.html
En ákaflega lítið styður þann skyldleika, enda margra alda bil milli þessarra hópa og lítil sem engin endurspeglun í menningu þeirra. Að auki er ekki einu sinni talið öruggt að Illýrar hafi verið einsleitur hópur yfirhöfuð.
og svo: http://en.wikipedia.org/wiki/Albanians (Hér kemur fram að Albanir sem slíkir eru ekki nefndir fyrr en á 11. öld, Serbar komu á Balkanskaga milli 610 og 640)
og: http://en.wikipedia.org/wiki/Serbs#History (Hér kemur fram að fyrstu ríki Serba voru Rascia (Raška) og Zeta) Þá vill svo til að Rascia er einmitt staðsett í Kosovo. Að auki voru ríki Svartfellinga þá staðsett þar sem Albanía er nú.)
og: http://en.wikipedia.org/wiki/Serbs_in_Kosovo (Hér stendur orðrétt undir Ottoman rule: The Ottomans brought Islamisation with them, particularly in towns, and later also created the Viyalet of Kosovo as one of the Ottoman territorial entities. This brought a great shift, as the Orthodox Serb population began to lose its majority when masses of Turks and Albanians (Muslims) moved to Kosovo.)
Ef ég aðhylltist landafræði sigurvegarans í þessu tilviki myndi ég líkast til vera á sömu skoðun og þú, Serbar geta varla kallast sigurvegarar í Kosovo. Skil ekki þá röksemdafærslu.
Hinsvegar er er bókstaflega ekkert sem styður Kosovo sem sér Albanskt landsvæði, hvorki sögulegt né menningarlegt, meira virðist benda til þess að þeir séu seinni tíma aðkomuhópur. Þó þú sért viss í þinni sök þá er málafærslan allnokkuð gloppótt.
Danir geta seint kallast sigurvegarar heldur gagnvart Íslendingum hvað varðar yfirráð yfir landinu, Íslenska þjóðin varð óumdeilanlega til löngu undan yfirráðum Dana yfir Íslandi og Íslendingar eru ekki lengur Danskir þegnar. Næ ekki heldur þeirri samlíkingu.
Georg (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:45
ok ég gefst upp fyrir þessum rökleysum...
Ef þú ekki skilur hvað það þýðir á 12 öld ef einhver þjóðflokkur "migrates" inn á annað landsvæði þá er afskaplega fátt sem ég get bætt við þetta hjá þér.
inshjallah
Óskar Þorkelsson, 29.6.2007 kl. 00:15
Ágæti Óskar,
Þarft ekki að bæta neinu við mín vegna. Rökleysan virðist vera þín megin, bæði þínar og mínar tilvitnanir styðja komu slavneskra hópa á Balkanskaga á 7. öld eKr, tilkomu Serbneskra ríkja m.a. í Kosovo sjálfu ca 400 árum áður en minnst er á Albana yfirhöfuð í Evrópskri sögu, og loks komu Albana til Kosovo mun seinna, munar 700-800 árum (ca 640-1389). Báðir pistlarnir (þínar eigin tilvitnanir) sem þú setur fram eru merkilega í mótsögn við það sem þú hefur að segja.
Svo ég vitni í þín eigin orð: "Ef þú ekki skilur hvað það þýðir á 12 öld ef einhver þjóðflokkur "migrates" inn á annað landsvæði þá er afskaplega fátt sem ég get bætt við þetta hjá þér."
Þú hlýtur eiginlega að hafa misskilið eða ekki lesið eigin tilvitnun: "http://www.canvasopedia.org/content/serbian_case/balkans.htm": þar kemur eftirfarandi fram undir dálkinum 1196-1355: In the early 7th century Slavs migrate over the Carpathian Mountains into the Balkan peninsula. Það merkilega er að nefndir séu atburðir frá 7. öld undir þessum dálki. Gæti hafa farið framhjá þér.
Og önnur tilvitnun í þig: "hérna er örlítil sögukennsla fyrir ykkur !" Þetta hljómar undarlega með tilliti til eftirfarandi kveðju frá þér: "Með vinsemd og virðingu, sem virtist vanta hjá sumum sem gera ráð fyrir að aðrir lesi ekki yfir það sem þeir birta og viti ekki heldur hvað þeir tali um".
Læt staðar numið að svo stöddu, verð að segja mig frá rökræðum næstu daga vegna skorts á netsambandi.
Með vinsemd og virðingu
Georg (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.