Vestmannaeyjaför
27.6.2007 | 17:42
Ég skrapp til eyja í gćr ţriđjudag í viđskiptaerindum. Ţađ hefur alltaf veriđ gaman ađ koma til eyja ţótt ekki séu minningarnar margar af sigrum minna manna í KR fyrirferđamiklar í ţeim minningum. KR hefur oftast nćr átt erfitt uppdráttar í eyjum og ţađ líka ţegar viđ vorum međal bestu liđa landsins. En mínar eyjaferđir einskorđuđust í 20 ár viđ slíkar heimsóknir.
Móttökur eyjamanna voru höfđinglegar og vorum viđ félagarnir drifnir í tuđruferđ umhverfis Heimaey. Ţetta var mikil ćvintýraferđ og stórkostleg upplifun sem vel er hćgt ađ mćla međ. Útsýniđ til lands var stórbrotiđ međ Eyjafjallajökul gnćfandi yfir sjóndeildarhringnum vel fylgt eftir af Heklu og Kötlu. Óhćtt er ađ segja ađ eyjamenn búi viđ fegursta útsýni landsins ađ öđrum ólöstuđum
Fuglalífiđ í kringum eyjarnar er ótrúlegt, ég hef aldrei séđ svona mikiđ líf nokkurstađar á landinu ( hef ekki komiđ í Látrabjarg á varptíma).. hvert sem mađur leit var lundi á flugi eđa syndandi, álkur og langvíur.. múkkar , súlur og mávar. Allt bókstaflega iđađi af lífi.
Ţegar inn í höfnina var komiđ aftur sá ég nokkra eyjapeyja vera leika sér ađ ţví ađ stökkva í sjóinn af KAP 2 íklćddir flotbúningum.. ţetta vćri óhugsandi í reykjavík.. ţar mundi lögreglan og sennilega barnaverndarnefnd skipta sér af um leiđ..
Ég átti frábćran dag í eyjum og vonandi kemst ég ţangađ aftur sem fyrst.. já talandi um ţađ.. vonandi mćtir KR ekki eyjamönnum í eyjum í bikarnum, held ađ KR mundi ekki ríđa feitum hesti frá ţeirri viđureign.
Athugasemdir
Sá líka krakka, bćđi stráka og stelpur stökkva af Kap, í minni síđustu ferđ til Eyja núna í byrjun júní. Er sammála ţér ađ frjálsrćđi barna í Eyjum er enn töluvert meira en uppi á fasta landinu, og er ţađ vel. Man sjálf hvílíkt ćvintýri var ađ alast ţarna upp, og enginn fullorđinn ađ amast yfir ţví ţó mađur 10-12 ára, kćmi sjóblautur heim 2-3 í viku á sumrin. Foreldrarnir gerđu ţetta sjálfir á ţessum aldri, og fannst ţeir lítiđ geta sagt.
Sigríđur Sigurđardóttir, 27.6.2007 kl. 18:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.