Veitingaaðstaðan við Gullfoss

Ég var í kvöldtúr með 23 túrhesta sem vildu skoða Gullfoss Geysir eða "ðe golden sirkul."

Ég þurfti sem betur fer ekki að aka rútunni heldur var bara afslappaður með hljóðneman sem var svosem nógu erfitt eftir 9 tíma törn í fastavinnunni.. 
En það sem mér liggur á hjarta er þetta, veitingasalan á gullfossi er einstök í íslenskri ferðaþjónustu.
Frábær aðstaða, besta kjötsúpa landsins og geðveik bláberjaterta sem á sér fáa líka í heiminum !  Stór orð en ég stend við þau.  
Þarna er opið til kl 22.00 yfir annatímann í sumar í tilraunaskyni og gat ég ekki betur séð en að það 
væri nóg að gera hjá þessu frábæra fólki. Frábært starfsfólk, sem flest talar ekki íslensku en bætir það 
upp með einstakri þjónustulund og góðri framkomu.  Íslendingar ættu að nýta sér þjónustu þessa 
frábæra veitingastaðar meir en þeir nú gera.  Ég er stoltur af því að geta kynnt farþegum mínum 
þessa frábæru þjónustu sem þarna er að finna. 

Hversu oft kemur orðið frábært fyrir í þessum stutta en frábæra pistli ? FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég var í sumarbústað í úthlíð fyrir 2 vikum síðan og skelltum við okkur fjölskyldan á veitingastaðinn á Hótel Geysi síðasta kvöldið.

Þjónustan var frábær, maturinn var æðislegur og staðurinn er að öllu leiti til fyrirmyndar. 

Ég var stolltur af því að vera Íslendingur innan um alla túristana á þessum veitingastað og má vel hrósa ráðamönnum Hótelsins fyrir frábærann stað í einstöku umhverfi.   

Grétar Ómarsson, 25.6.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ekki var nú veitingasalan á Geysi umfjöllunarefnið hjá mér, enda loka þeir stundvíslega kl 18.00 þótt svo hótelið sé opið eitthvað lengur.. heldur var ég að ræða veitingasöluna upp á gullfossi..

Óskar Þorkelsson, 25.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband