Einn af þessum dögum...

Þessi dagur var letidagur að mestu.. náði blund eftir hádegi í 2 tíma og dreif mig svo í Kringluna að verzla föt.. já ég fór í búð að versla Undecided .. Gekk bara vel, fataði mig upp og konan fékk sinn skerf einnig.  Þá er þessari raun lokið næstu mánuðina vonandi..

Eftir þessa frægðarför þá ók ég konunni heim og fór sjálfur með bílinn á olís stöðina við skúlagötu til að þrífa kaggann, en þá kom ég að tómum kofanum.. þessi bílþvottatöð er krónískt biluð og hefur verið um talsverðan tíma.  Ég fór þá vestur í ananaust og skolaði af kagganum og þreif að innan.. en þegar ég kom að ryksugunni.. þá var hún stífluð og virkaði ekki neitt.  Skerpa sig Olís menn, það gengur ekki að vera að halda úti þjónustutstöðum sem ekki eru að virka.. eða hvað ?  

Svo smellti ég mér í sund.. Vesturbæjarlaugin auðvitað !  500 metrarnir teknir í nefið og svo hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að smella mér í heita pottinn.. ég meina heita pottinn ekki volga pottin þar sem allir sitja eins og síld í tunnu..en nei ! bévítans potturinn var lokaður í dag..

Svo niðurstaða dagsins var einn sigur og tveir ósigrar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband