hvernig voru áverkarnir ?

Svona fréttir fá mig alltaf til að brosa enda ól ég mín unglingsár vestur á bolungarvík og voru slagsmál daglegur viðburður eða helgarviðburður því sem næst um hverja helgi.. inni á ísó eða úti í vik.. eða þá í sludduvík og Hnífsdal.. bara þar sem var "skemtun" þar voru slagsmál.  Menn nefbrotnuðu, tennur fuku.. menn bitnir illa.. og þar fram eftir götunum en þetta náði aldrei í fréttirnar..

Þegar flutt var suður í sæluna þá tók Hallærisplanið við með sínum slagsmálum 2 daga í röð í hverri einustu viku.. bestu helgarnar voru 3 daga helgar því þá var meira fjör og meira stuð.. menn eins og fyrir vestan misstu tennur, nef út á kinn , gat í gegnum vör en þetta þótti ekki fréttnæmt.

Ég held að þjóðfélagið sé töluvert friðsælla og miklu öruggara en það var fyrir 20-30 árum.  einn og einn auli með hníf en það var bara þannig líka fyrir 20-30 árum.  Eru menn búnir að gleyma stríðinu á milli Selja og fellahverfis í Breiðholti.. eru menn búnir að gleyma "golanhæðum" upp úr 1970 ? Haglabyssuskot og hnífstungur.. 

Ég held að þessir menn hafi verið fluttir upp á spítala til þess eins að fá skaðaskýrslu svo þeir geti farið í mál við hinn aðilann.. andskotans aumingjar bara Devil

mbl.is Fluttir á sjúkrahús eftir slagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Það er slatti af slagsmálum um allan bæ hverja helgi sem ná aldrei í blöðin, nefbrot, tennur og bitför, rétt eins og "í þá daga" ;) En svo er komið í tísku þessi brútal slagir, þar sem stampað er á fólki, innvortis blæðingar og höfuðkúpubrot, þannig shi nær athygli blaðanna. ;P

Gunnsteinn Þórisson, 9.6.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svoleiðis var einnig í "gamla" daga...  voru ófáar ferðirnar inná Ísafjörð þar sem við vorum kannski 2-3 gegn 10 ..

Sama sagan á Hallærisplaninu.. það er ekkert nýtt að gerast annað en að fjölmiðlar eru með meiri umfjöllun um þessi atriði í dag en í "gamla" daga.

Óskar Þorkelsson, 9.6.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband