Verkvíði
9.6.2007 | 11:40
Ég er haldin verkvíða af verstu gerð þegar kemur að heimilisþrifum.. Ég er þó farinn að átta mig á því að þetta er vandamál og er farinn að huga að hugarfarsbreytingu. vandinn er sá að þegar ég vakna á laugardagsmorgni eftir háleit markmið föstudagsins um það að taka nú ærlega til hendinni heima og gera heimilið hreint og fínt.. þá er það viðtekin venja eftir slíkar hugsanir að ég vakna þreittari en allt sem þreitt er á laugardagsmorgni og get tekið allt að 2-3 tíma til að aulast fram úr bælinu. í morgun var engin untantekning á þreitunni en mér tókst samt að snáfast fram á stigagang með ryksuguna og kláraði þrifin í blokkinni á 30 mín sléttum.. 3 hæðir til að ryksuga og að skúra kjallarann. Ég var hrikalega stoltur af afrekinu og ætlaði að hæla mér af því og fara bara að chilla það sem eftir er dagsins.. en þá stoppaði augnaráð eiginkonu minnar mig í startholunum að letilaugardegi og ég þorði ekki annað en að fara með þvottin niður í vaskahús og setja í eina vél og skokkaði svo upp á 3 hæð og settist niður hér til að segja ykkur frá afrekum mínum í dag.
Þegar ég fór svo að spá í frammistöðuna varð ég að viðurkenna að þetta var alveg skítlétt.. og mikið auðveldara að klára dæmið bara en to tre en að þola augnaráð minnar heittelskuðu.. en samt var ég að vonast innst inni til þess að ég mundi fá upphringingu og að ég yrði að fara í Þórsmörk eða Gullfoss Geysir 8-12 ferð til að sleppa við þrifin.. ekki mikið vit í því eða hvað ? En svona er maður.. frekar 8-12 tíma vinna en að þrífa í 30 mín.. maður er kannski bara skrítinn ?
p.s. mér heyrist að konan sé að undirbúa ferð í Byko og IKEA.. held ég hringi í rútufyrirtækið og grátbiðji um ferð í dag !
Þegar ég fór svo að spá í frammistöðuna varð ég að viðurkenna að þetta var alveg skítlétt.. og mikið auðveldara að klára dæmið bara en to tre en að þola augnaráð minnar heittelskuðu.. en samt var ég að vonast innst inni til þess að ég mundi fá upphringingu og að ég yrði að fara í Þórsmörk eða Gullfoss Geysir 8-12 ferð til að sleppa við þrifin.. ekki mikið vit í því eða hvað ? En svona er maður.. frekar 8-12 tíma vinna en að þrífa í 30 mín.. maður er kannski bara skrítinn ?
p.s. mér heyrist að konan sé að undirbúa ferð í Byko og IKEA.. held ég hringi í rútufyrirtækið og grátbiðji um ferð í dag !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.