Ég er á mínum 3-ja lykli !
9.6.2007 | 11:29
Ég man ekki hvenær þessir lyklar komu fyrst hér , en ég er á mínum 3-ja lykli.. Eftirá að hyggja þá getur vel verið að ég hafi ekki gert hlutina rétt í byrjun enda er ég ekta karlmaður og les aldrei leiðbeiningar.. fyrr en eftir 3 mistök.
En þegar bankarnir eru farnir að tala upp gjaldskrár vegna tapaðs lykils þá fer hrollur um mig. Ég bjó lengi erlendis og var þar með netbanka eins og venjan var þar í landi. Þar fékk ég veflykil
sem var töluvert flóknari en þessi sem við fengum hér á landi 2007 enda er um 10 ár á milli þeirra í þróun. en.. þessi norski var með tölum sem þú áttir að slá inn í lykilinn, þessar tölur voru 4 stafa kódi líkt og með visakort og þá kom á skjáinn lykilnúmer.. Þessir lyklar áttu það til að klikka og þá var enginn miskunn hjá Magnúsi og Den norske bank rukkaði 100 kr norskar fyrir ófétið.. í hvert sinn og entust þessir lyklar hjá mér ekki nema í nokkra mánuði..
Ég spái því að sama sagan verði upp á teningnum hér enda eru íslendingar oftast nær 10 árum á eftir nágrönnum okkar í austri á flestum sviðum.
En þegar bankarnir eru farnir að tala upp gjaldskrár vegna tapaðs lykils þá fer hrollur um mig. Ég bjó lengi erlendis og var þar með netbanka eins og venjan var þar í landi. Þar fékk ég veflykil
sem var töluvert flóknari en þessi sem við fengum hér á landi 2007 enda er um 10 ár á milli þeirra í þróun. en.. þessi norski var með tölum sem þú áttir að slá inn í lykilinn, þessar tölur voru 4 stafa kódi líkt og með visakort og þá kom á skjáinn lykilnúmer.. Þessir lyklar áttu það til að klikka og þá var enginn miskunn hjá Magnúsi og Den norske bank rukkaði 100 kr norskar fyrir ófétið.. í hvert sinn og entust þessir lyklar hjá mér ekki nema í nokkra mánuði..
Ég spái því að sama sagan verði upp á teningnum hér enda eru íslendingar oftast nær 10 árum á eftir nágrönnum okkar í austri á flestum sviðum.
Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að aðalmálið sé að þeir lyklar sem valdir voru ertu ekki nógu öruggir, ef ég næ notendanafni og aðgansorði hjá einhverjum og jafnframt tölu eða tölum úr auðkennislyklinum þá hafa þær næstum ótakmarkaðn líftíma þannig að öryggið er ekki nógu mikið.
Einar Þór Strand, 9.6.2007 kl. 16:07
Einar Þór: Hvernig ferðu að því? Hvert númer gildir aðeins einu sinni, og það ógildir um leið öll eldri númer.
Það er s.s. hægt að skrifa niður 100 númer úr lyklinum í dauða tímanum og geyma t.d. í gmail, og nota þau hvert á eftir öðru, í sömu röð. En ef nýjasta númerið er notað fyrst detta öll hin úr gildi...
Einar Jón, 11.6.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.