Þórsmerkurferð.
6.5.2007 | 21:33
Ég fór í þórsmerkurferð í dag, þá fyrstu á þessu ári en alveg örugglega ekki þá síðustu. 16 farþegar voru með í för og var veðrið upp á sitt besta. glampandi sólskin og fjallasínin ægifögur. Vegurinn inneftir var alveg glimrandi góður og kom það örlítið á óvart miðað við rigningarnar fyrir jól í fyrra.
Farið var inn í Bása og snætt þar en síðan farið í Stakkholtsgjá og þar sá maður ummerki rigningana miklu s.l haust. Gjárbotninn var gerbreyttur og mun grófari og erfiðari yfirferðar en í fyrrasumar. Áin hafði grafið sig sumstaðar 2-3 metra niður og þurfti að krossa ánna 3 inneftir. Undirritaður rennblotnaði við það að aðstoða farþegana yfir ánna en það var vel þess virði því þeir voru himinlifandi eftir túrinn.
Lónið var einnig mikið breytt.. jökullinn nær ekki lengur fram í lónið heldur er komið sandeiði fyrir framan jökulröndina.
Farið var inn í Bása og snætt þar en síðan farið í Stakkholtsgjá og þar sá maður ummerki rigningana miklu s.l haust. Gjárbotninn var gerbreyttur og mun grófari og erfiðari yfirferðar en í fyrrasumar. Áin hafði grafið sig sumstaðar 2-3 metra niður og þurfti að krossa ánna 3 inneftir. Undirritaður rennblotnaði við það að aðstoða farþegana yfir ánna en það var vel þess virði því þeir voru himinlifandi eftir túrinn.
Lónið var einnig mikið breytt.. jökullinn nær ekki lengur fram í lónið heldur er komið sandeiði fyrir framan jökulröndina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.