hvalveiðar
5.5.2007 | 15:42
Það tók mig smátíma að melta þessa frétt.. fyrst var mér alveg sama en svo fóru ýmis atriði að læðast inn. Það sem er góð frétt er að þessir hvalir eru ómengaðir. Þetta bendir til þess að mengunarstig sjávar sé mun betra en ég taldi sjálfur og að lífríkið sé bara á góðu róli.
Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér og það er.. hvar er allt kjötið af þessum skepnum ? Ég hef rætt við félaga mína í kjötiðninni og segja þeir mér að þetta kjöt sé ekki á boðstólnum hér á landi.. hvað svo sem satt er í þeim fregnum. Mér finnst hvalkjöt hið mesta sælgæti og mundi gæða mér á því mun oftar ef það væri í boði. Grillað hvalkjöt með bökuðum kartöflum og hvítlaukssósu er bara snilld.. ekki má gleyma úrvals ítölsku rauðvíni til aðláta kjötið renna ljúflega niður.
Ég er 50/50 í afstöðunni til hvalveiða. Ég hef ekkert á móti sjálfbærum veiðum í náttúrunni og hvalir eru partur af náttúrunni að sjálfsögðu og sem slíkir veiðidýr. EN.. ég vinn einnig í ferðamannabransanum sem fer ört vaxandi hér á landi og vinn þar sem leiðsögumaður og bílstjóri í aukavinnu.
Þar heyri ég margar óánægjuraddir meðal minna farþega og oft enda góðar ferðir í heitum umræðum
um málefnið. Ég kem oftast okkar sjónarmiðum á framfæri og flestir skilja okkar sjónarmið en alls ekki
allir. Ferðamannaiðnaðurinn er að vera okkar mikilvægasta atvinnugrein með aukningu á hverju ári þrátt fyrir hvalveiðar og aðrar uppákomur svo það er spurning hvort að ein atvinnugrein eigi að fá að dafna á kostnað annarar.. þá meina ég við höfum ekki veitt hvali síðan 1989 ef ég man rétt og á þeim tíma hefur ferðamannaiðnaðurinn stóraukist og er farinn að skila þjóðarbúinu ótrúlega háum upphæðum. En hverju skila hvalveiðarnar til þjóðarinnar ?
.
Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér og það er.. hvar er allt kjötið af þessum skepnum ? Ég hef rætt við félaga mína í kjötiðninni og segja þeir mér að þetta kjöt sé ekki á boðstólnum hér á landi.. hvað svo sem satt er í þeim fregnum. Mér finnst hvalkjöt hið mesta sælgæti og mundi gæða mér á því mun oftar ef það væri í boði. Grillað hvalkjöt með bökuðum kartöflum og hvítlaukssósu er bara snilld.. ekki má gleyma úrvals ítölsku rauðvíni til aðláta kjötið renna ljúflega niður.
Ég er 50/50 í afstöðunni til hvalveiða. Ég hef ekkert á móti sjálfbærum veiðum í náttúrunni og hvalir eru partur af náttúrunni að sjálfsögðu og sem slíkir veiðidýr. EN.. ég vinn einnig í ferðamannabransanum sem fer ört vaxandi hér á landi og vinn þar sem leiðsögumaður og bílstjóri í aukavinnu.
Þar heyri ég margar óánægjuraddir meðal minna farþega og oft enda góðar ferðir í heitum umræðum
um málefnið. Ég kem oftast okkar sjónarmiðum á framfæri og flestir skilja okkar sjónarmið en alls ekki
allir. Ferðamannaiðnaðurinn er að vera okkar mikilvægasta atvinnugrein með aukningu á hverju ári þrátt fyrir hvalveiðar og aðrar uppákomur svo það er spurning hvort að ein atvinnugrein eigi að fá að dafna á kostnað annarar.. þá meina ég við höfum ekki veitt hvali síðan 1989 ef ég man rétt og á þeim tíma hefur ferðamannaiðnaðurinn stóraukist og er farinn að skila þjóðarbúinu ótrúlega háum upphæðum. En hverju skila hvalveiðarnar til þjóðarinnar ?
.
Kjötið af langreyðunum ómengað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.