Hitametin slegin
29.4.2007 | 20:06
Hvert hitametið af öðru var slegið í dag. Hitinn fór í 23 c skv mogganum og ekki lýgur hann. Klakinn er hættur að standa undir nafni og utanhús krókódílarækt er að verða möguleiki í nánustu framtíð. Ég er farinn að sjá fyrir mér allskonar möguleika samfara hlýnun jarðar hér á landi.. krókódílarækt, ylrækt utanhús ( mikill sparnaður á gleri og rafmagni þar og hægt að byggja enn eitt álverið við þann orkusparnað) Rækta banana og gerast ekta bananalýðveldi..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.