Færsluflokkur: Vefurinn
Hótel á norðurlandi og nettengingar.
24.5.2008 | 16:38
Ég var á ferð um norðurland í vikunni og gisti á hótelum á akureyri og húsavík. Það sem sló mig við þessar gistingar var hversu fátækleg herbergin eru sem boðið er upp á. Sjónvarpið á herberginu var 14 tommur.. á báðum hótelunum.. fjarstýringar ónýtar. Minibarinn ónothæfur og lak vatni.. og EKKERT INTERNET á herbergjunum..
Ég get þolað sjónvarpsleysi og leka minibari.. en það er mér óskiljanlegt að það er árið 2008 og internet að nálgast 20 ára afmælið.. en hótel á norðurlandi bjóða almennt ekki upp á þessa sjálfsögðu þjónustu. Hótel KEA stendur fyrir sínu enda eitt besta hótel landsins.. en restin er enn á árinu 1988.. Foss Hotel Húsavík, gamaldags gott hótel, góð rúm en hefur ekki internet... sem er óskiljanlegt ef tekið er mi ðaf hversu ferðamannavænn þessi bær er orðinn.. allt til fyrirmyndar á Húsavík finnst mér. Flott hafnarumhverfi.. en þetta atriði fór svo illilega í taugarnar á mér að það skyggði á þessa annars góðu ferð.
Norðlendingar, takið ykkur á og snáfist til þess að nettengja hótelin ykkar..
Ég get þolað sjónvarpsleysi og leka minibari.. en það er mér óskiljanlegt að það er árið 2008 og internet að nálgast 20 ára afmælið.. en hótel á norðurlandi bjóða almennt ekki upp á þessa sjálfsögðu þjónustu. Hótel KEA stendur fyrir sínu enda eitt besta hótel landsins.. en restin er enn á árinu 1988.. Foss Hotel Húsavík, gamaldags gott hótel, góð rúm en hefur ekki internet... sem er óskiljanlegt ef tekið er mi ðaf hversu ferðamannavænn þessi bær er orðinn.. allt til fyrirmyndar á Húsavík finnst mér. Flott hafnarumhverfi.. en þetta atriði fór svo illilega í taugarnar á mér að það skyggði á þessa annars góðu ferð.
Norðlendingar, takið ykkur á og snáfist til þess að nettengja hótelin ykkar..