Liverpool komið í hóp hinna bestu aftur ?
3.7.2007 | 18:56
Brottför Luis Garcia kom mér svo sem ekkert á óvart eftir komu Mascerano.. ég átti von á að annað hvoirt Garcia eða Alonso mundu þá hverfa á braut.. vandinn er sá að Mascerano og nýji miðjumaður okkar Lucas eru hvorugir nothæfir á hægri kanti sem gerir SG að hægri kantmanni !
Ég tel að Torres muni styrkja Liverpool talsvert frammi.. en reyndar hafði ég þá skoðun einnig þegar Morientes kom á sínum tíma.. kannski er maður bara svona ferlega bjartsýnn ?
Áfram Liverpool
![]() |
Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sóðaskapur íslendinga !
3.7.2007 | 09:55
Ég hef verið talsvert á ferðalögum um helgina, sem leiðsögumaður. Byrjaði strax á föstudagskvöld á gullhringnum, skemmtilegar þessar miðnæturferðir finnst mér. Birtan er svo skemmtileg yfir langjökli með sólina að setjast fyrir aftan hann.. erfitt að lýsa því en mæli með því að menn upplifi þetta bara sjálfir.
Laugardagskvöldið fór í samskonarferð en svo byrjaði gamanið snemma á sunnudagsmorgunn.. þórsmerkurferð í glampandi sólskini. Meiriháttar ferð sem varð 12 tímar með öllu svo maður var orðinn talsvert lúinn en hamingjusamur..
En fátt er svo gott að eigi sé eitthvað illt með í för..
Á leiðinni inn í mörk var töluvert af tómum bjórdósum sem fólk hafði hent út um gluggann á leiðinni innúr.. á nokkrum stöðum hafði fólk parkerað púddunum sem komust ekki lengra uppi á grasi og gróðri.. í kringum marga þessa bíla var ótrúlega mikið rusl.. tómir kassar utanaf bjór, matarleifar (fuglinn sér um það svo það er minna vandamál) plastpokar og allskonar drasl bara.
Ég reyndi að útskýra fyrir ferðamönnunum/konunum sem voru með mér í för að þetta væri ein af þessum hefðbundnu drykkjuhelgum íslendinga og að umgengni væri ekki alltaf upp á sitt besta. Þeir sögðu fátt en eflaust hafa þeir hugsað sitt.
Í gær fór ég á Reykjanes með nokkra farþega og upplifði stórkostlegan dag við Reykjanesvita.. þar eins og inni í mörk var líka rusl fjúkandi út um allt.. ég beindi sjónum minna farþega til Eldeyjar og í fuglabjargið og vonaðist til að þeir tækju ekki eftir þessu rusli.. svo ókum við til Gunnuhvers og þá kom spurning frá einum enskum herramanni.. doesnt iceland have any garbagecontainers ? fátt varð um svör hjá undirrituðum..
Íslendingar eru erkisóðar !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
nafn og hraði ?
2.7.2007 | 22:42
![]() |
Skotfastur Garðbæingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
er þetta Katyn 2 ?
30.6.2007 | 17:15
![]() |
Fjöldagröf fannst í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
einhvernvegin þá trúi ég þessum fréttum ekki..
30.6.2007 | 17:07
Í fyrra þá handtóku þeir múslimska karlmenn um allt bretland undir dularfullu yfirskyni.. fjölmiðlar kokgleyptu dæmið og alda muslimahaturs hríslaðist yfir almúgann.. enginn var dæmdur eftir þá herferð en það gleymdist fljótt.. svo kemur þetta. Löggan finnur sprengju fyrir tilviljun.. my ass!
Þetta lyktar sem PR stunt af bestu gerð..
![]() |
"London verður sprengd" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jahérna
30.6.2007 | 11:57
Svona sögur heyrir maður því sem næst daglega, að afbrotamenn fái afslátt af refsingum því þeir hafa svo marga dóma að baki.. þeir eru látnir lausir ef þeir viðurkenna brotið og ganga lausir aftur til þess eins að brjóta af sér aftur.. því þeir vita að yfirvaldið mun hvort sem er ekki stinga þeim inn fyrr en á 9 máli og þá gefa þeim magnafslátt af fyrri dómum.. svo sleppur kauði út eftir þriðjung afsláttartímans og gefur samfélagin fingurinn og hlær að yfirvaldinu um leið..
húrra fyrir íslensku réttarkerfi !!
![]() |
Úr umferð vegna fjölda sakamála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
hvenær skyldi Rafa taka við RM ?
28.6.2007 | 18:06
![]() |
Capello rekinn frá Real Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
furðulegt !!
28.6.2007 | 09:10

![]() |
Valur burstaði FH 4:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mögnuð spenna alveg hreint !
27.6.2007 | 17:55
en í alvöruna.. mikið er það sorglegt að serbar skuli eiga sinn hápunt í tilverunni árið 1300 og súrkál ! Þetta er álíka sorglegt og oranjereglan í norður írlandi.. minnast manndrápa fyrir 4-500 árum sem einhvern vendipunkt í sinni sorglegu tilveru í dag !
![]() |
Spenna magnast upp í Kosovo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vestmannaeyjaför
27.6.2007 | 17:42
Ég skrapp til eyja í gær þriðjudag í viðskiptaerindum. Það hefur alltaf verið gaman að koma til eyja þótt ekki séu minningarnar margar af sigrum minna manna í KR fyrirferðamiklar í þeim minningum. KR hefur oftast nær átt erfitt uppdráttar í eyjum og það líka þegar við vorum meðal bestu liða landsins. En mínar eyjaferðir einskorðuðust í 20 ár við slíkar heimsóknir.
Móttökur eyjamanna voru höfðinglegar og vorum við félagarnir drifnir í tuðruferð umhverfis Heimaey. Þetta var mikil ævintýraferð og stórkostleg upplifun sem vel er hægt að mæla með. Útsýnið til lands var stórbrotið með Eyjafjallajökul gnæfandi yfir sjóndeildarhringnum vel fylgt eftir af Heklu og Kötlu. Óhætt er að segja að eyjamenn búi við fegursta útsýni landsins að öðrum ólöstuðum
Fuglalífið í kringum eyjarnar er ótrúlegt, ég hef aldrei séð svona mikið líf nokkurstaðar á landinu ( hef ekki komið í Látrabjarg á varptíma).. hvert sem maður leit var lundi á flugi eða syndandi, álkur og langvíur.. múkkar , súlur og mávar. Allt bókstaflega iðaði af lífi.
Þegar inn í höfnina var komið aftur sá ég nokkra eyjapeyja vera leika sér að því að stökkva í sjóinn af KAP 2 íklæddir flotbúningum.. þetta væri óhugsandi í reykjavík.. þar mundi lögreglan og sennilega barnaverndarnefnd skipta sér af um leið..
Ég átti frábæran dag í eyjum og vonandi kemst ég þangað aftur sem fyrst.. já talandi um það.. vonandi mætir KR ekki eyjamönnum í eyjum í bikarnum, held að KR mundi ekki ríða feitum hesti frá þeirri viðureign.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)