íslensk vegagerð vs norsk vegagerð

Ég rakst á grein í Aftenposten.no í dag sem fjallar um norska vegagerð . það var þannig að nokkrir norskir þingmenn voru á ferðalagi um önnur norðurlönd til að kynna norska vegagerð fyrir kollegum sínum og urðu þeir aðhláturefni í svíðjóð fyrir það hvernig norðmenn stjórna vegagerð.. en svíarnir hlógu að þeim og sögðu við frændur sína að það væri ekkert skrítið þótt norsk vegagerð væri ein sú dýrasta í heimi og einnig ein sú slakasta á norðurlöndum á meðan henni er miðstýrt af stjórnmálamönnum.. vegagerð í noregi væri pólitísk og vegir lagðir þar sem mest pólitískt gildi er og gefa mest atkvæði..

Svíar lögðu til minni ríkissafskipti og minni smámunasemi í stjórnmálum og heldur skapa heildstæða vegagerð..

Er einhver lesenda sem kannast við þetta norska módel ?  göng hér og þar sem ekkert eða lítið gildi hafa fyrir þjóðfélagið í heild en skapa góð atkvæði fyrir flokk samgönguráðherra..

Íslendingar virðast alltaf sækja í versta módel sem hugsast getur .. öfgarnir eru í báðar áttir.. náðum í það versta úr kapitalismanum og það setti okkur á hausinn.. sóttum það versta til miðstýringarinnar og það hélt þjóðinni í fjötrum..

En vegagerð getum við ekki lært af norðmönnum.. við þurfum að sækja aðeins austar til þess enda eru sænskir vegir til fyrirmyndar á norðurlöndum.

En hér er greinin :

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/article2939463.ece


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Staðreyndin er nú samt sú að norðmenn eru með lægstu dánartíðni í umferðaslysum í heiminum. Þeir hljóta því að vera að gera eitthvað rétt.

Reyndar er eitt, sem ég tel að við Íslendingar mættum taka upp frá norðmönnum hvað varðar vegagerð. Það er að fá fjármagn til viðbótar við framlög frá ríkinu með veggjöldum líkt og eru í Hvalfjarðargöngum. Norðmenn eru ávallt með nokkra tugi slíkra verkefna í gangi þar, sem allur eða hluti kostnaðar við samgöngubætur er greiddur með slíkum hætti. Það eru dæmi um allt niður í 25% kostnaðar, sem er fjármagnaður með slíkum hætti.

Það eru fylkin, sem hafa mikið með það að gera hvort stórar samgönguframkvæmdir eru fjármagnaðar að hluta eða öllu leyti með veggjödlum eða ekki. Það opinbera fé, sem sparast með slíkri fjármgönun fer í aðrar samgönguframkvæmdir í því sama fylki.

Þetta er leið, sem ég mæli með og tel að akkúrat núna sé full ástæða til að skoða þessa leið vel enda eru samgönguframkvæmdir atvinnuskapandi en möguleiki til að fjármagna þær frá ríkissjóði er takmarkaður og því takmarkað hvað hægt er að útvega mörg störf við vegagerð með því að nota ríkissjóð, sem einu fjármögnunarleiðina. Ef farin er sú leið að gera þannig samning við veggjaldafyrirtækin að ríkissjóður hafi heimild til að taka samgöngumannvirkið yfir samhliða því að taka á sig eftirstöðvar lánanna þá erum við ekki búnir að binda okkur um langa framtíð með veggjöld heldur getum við þegar hagur ríkissjóðs batnar valið milli þess að fara út í frekari framkvæmdir eða láta ríkissjóð taka yfir veggjaldamannvirki.

Sigurður M Grétarsson, 23.2.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Staðreyndin er nú samt sú að norðmenn eru með lægstu dánartíðni í umferðaslysum í heiminum. Þeir hljóta því að vera að gera eitthvað rétt.  

já þeir kunna að keyra og fara í langflestum tilvikum eftir hraðatakmörkunum og aðstæðum við akstur.

ÉG HATA VEGATOLLANA Í NOREGI OG VIL EKKI SJÁ ÞÁ HÉR Á LANDI.. 

vegatollarnir norsku fara ótrúlega mikið í taugarnar á íbúm landsins og eru ófár greinar vikulega í blöðunum um fólk sem er að gefast upp á því óréttlæti sem vegatollurinn ber með sér.

Nóg erum við og norðmenn skattpínd samt í bílagjöldum og sköttum þótt þetta bætist ekki við.. því ef allir þeir peningar sem eiga að fara í vegagerð úr þessum sköttum færu í vegagerð væri búið að gera göng í gegnum Vatnajökul og til Vestmannaeyja líka.. án vegatoll.

Óskar Þorkelsson, 23.2.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Vil reyndar bæta við að svíar eru með miklu betri vegagerð en norðmenn.. miklu betri vegi í alla staði.. en enga vegatolla.. nema í Sthlm þar sem hann er hugsaður til þess eins að takmarka umferð inn í miðbæ sthlms

Óskar Þorkelsson, 23.2.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband