Tók einfalda verðkönnun á netinu !

Ég tók einfalda verðkönnun á netinu milli íslands og danmerkur..

Í fljótu bragði þá er nautakjöt frá því að vera 30-300 % dýrara á íslandi. munurinn er minnstur á hakkinu en langmestur á steikinni..

http://www.aktivsuper-fr.dk/Avisen/Slagter_tilbud/slagter_tilbud.html

 

Ekki trúa fólki sem segir að allt sé jafndýrt eða dýrara í danaveldi eða ESB.. það er kjaftæði.

Activ super er keðja í líkingu við Samkaup á íslandi.. ekki dýr og ekki ódýr. 

 

aðeins að bæta við þetta.. nú frá rema 1000 í DK.

http://nozebra.ipapercms.dk/Rema1000/Uge21/

það þarf að klikka á blaðið og opna það í pdf.. nautahakk á 29 kr kg.. svínalundir á 40 kall... kjúklingabringur á 49 dkkr

 

vil bæta Fötex við..

Bæklingurinn er á bls 80 svo þið getið dundað ykkur við það að fletta til baka.. ekki uppörvandi lesning.. svínalundir á 50 kall, gúllas á 40 kall...

http://viewer.zmags.com/showmag.php?linksid=1266&a=1#/page80/

piff ég blæs á þá sem efast um ESB...


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er spurning hvort Guð H. Haarde líki þetta eða ekki.  Ef honum líkar þá gæti verið að eitthvað breytist en ef honu mislíkar þessi könnun að þá hækkar matvara frekar en lækkar.

eikifr (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:39

2 identicon

Svo er kjötið líka betra þarna úti

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kíló af góðu nautakjöti sem er hægt að nota í steikur og sem ekki þarf að forsjóða vegna seiglu kostar um ca. 4.600 ISK til 5.400 ISK. en það er að sjalfögðu hægt að fá ódyrari vöru, sen em þá er oftast lélegri. Sæmilegt nautahakk í matinn fyrir tvo kostar um 600 ISK til 1000 ISK. Rafmagnið sem ég nota við að elda matinn kostar margfalt á við það sem það kostar á Íslandi og bíllinn sem ég keyri í til að kaupa matinn er með 180% tolli (skráningargjaldi) þannig að pr. 1000 DKK Fob bíll kostar hér 3.000 DKK út úr búð. Skattarnir sem ég greiði af launum fara uppí allt að 64% og persónuafsláttur er næstum enginn.

Tilboðsbæklingar eru áróðursrit til að lokka okkur inní verslanir, eins og hjverjar aðrar auglýsingar. En það er ekki víst að varan verði til þegar þú kemur.

Mjólk hefur hækkað hér um 28% á 24 mánuðum og brauð um 22%. Bensín kostar svipað og á Íslandi. Eitt er dýrara hér og annað ódyrara en í heildina er sennilega ekki mikill munur.

Mín niðurstaða eftir 23 ára búsetu hér er þessi: allt í allt þá er munurinn næstum enginn. Það væla allir um það sama í öllum löndunum í kringum okkur og halda allir að allt sé á leiðinni til fjandanns hjá sjálfum sér. Allir hafa haft verulegega matarverðbólgu undanfarið. Allir sem borða, sama hvar þeir búa.

En þjóðirnar eru að sjálfsögðu mismunandi fljótar að velta verðhækkunum út í vöruverð. Á Íslandi hafa menn gamla þjálfun og viðbragðssöðu til instant verðhækkanna ávalt til staðar :) Hér hækka eða lækka hlutirnir hægar, en þetta kemur nú samt þó hægar fari.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Varla trúir þú því Óskar minn að íslenskir kaupmenn hætti að féfletta þig þó svo þeir fái kjötið frá Evrópu. Nei gamli minn, þeir munu áfram láta þig borga það sem hægt er að kreista út úr þér, sama hvaðan kjötið kemur. Það er fákeppni á Íslandi og það er okkar mesta vandamál.

Víðir Benediktsson, 20.5.2008 kl. 20:39

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir kommentin..  

Víðir, þetta er sko hárrétt hjá þér !!

Gunnar, ég hef átt heima í ESB í mörg ár, rétt fyrir norðan þig og brósi átt heima í DK í 7 ár.  Þessar hækkanir eru hækkanir á heimsmarkaði sem magnast á íslandi vegna gengismunar 30-40 % gengisfelling síðan í des hjálpar ekkert til.. Ég veit vel hvað það kostar að lifa í SE, NO og DK þar sem ég hef reynslu af öllum þessum löndum og ástæða þess að ég valdi DK í mínu dæmi er sú að DK er dýrt land að lifa í.. en samt töluvert ódýrara en ísland.

Þorsteinn.. kjötið úti er mjög gott !

Óskar Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þetta er athyglisverður pistill hjá þér Óskar.

Ég hef alltaf talið mig ESB-sinna.

Gísli Hjálmar , 20.5.2008 kl. 21:19

7 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Sæll Óskar

Athyglisverð grein, svo mikið er víst. 

En rétt er, að bæklingar verslunarkeðjanna, eru ekki öruggar verðheimildir,- og þetta á líka við um slíka bæklinga verslana á Íslandi.  Ég er hrifin af tegundum kjöts, sem þú fjallaðir um, ef þú hefðir dregið lamba og folalda kjöt inní myndina, hefði ég orðið miður mín, því EKKERT Evrópu-ríki á kjöt sem stendur okkar samanburð þar!!! 

Hitt er annað, að Danir eru SNILLINGAR í meðferð svína kjöts og nokkuð flottir í kjúklingunum,- veit ekki svo með nautakjötið, þeir hafa allavega ekkert orðið frægir fyrir það.  Að sama skapi offramleiða Danir svín og kjúlla (eins og við gerum oft líka) og þá geta þeir um stund boðið svona verð, kannski eru þeir ekki tilneyddir til að keyra aukaframleitt kjöt a HAUGANA, eins og Íslendingar!!!! 

Það er ÞAR sem hnífurinn stendur í kúnni, EKKI EU Third Reich sameining, heldur að breyta þessum lúðaviðhorfum, og stöðva þessa frákast á úrvals matvælum, sem er eingöngu gert til að halda uppi háu vöruverði..... Og hana nú  :)

Kongó-kveðjur minn kæri

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 21.5.2008 kl. 06:26

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir kveðjurnar Steinunn og vonandi hafðiru það gott í s Afríku.

Ég valdi danmörk einmitt vegna þess að DK er frekar dýrt land að búa í miðað vi'ð önnur ESB lönd.. bæklingarnir eru vikutilboð viðkomandi verslana og það er sjaldgæft að þú getir ekki nálgast þessi tilboð þeirra.. allavega er það mín reynsla.. ef ég hefði valið Germaníu hefði dæmið orðið dönum í óhag því þar er enn ódýrara en í DK... 

Óskar Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 09:16

9 Smámynd: Heidi Strand

Det er størst prisforskjell på kjøtt imellom Island og Danmark. Fisk er mye dyrere i Danmark enn her, men fisken er alt for dyr her også.Tørrvarer er dyre i Danmark og er for eks. danske havreputer dyrere i Danmark enn her.

Heidi Strand, 21.5.2008 kl. 22:11

10 identicon

Spurningin er: hvernig á ESB að verða þess valdandi að matvælaverð lækki svo mikið á Íslandi? Sambandsaðild breytir engu um fákeppnina, evrópskum fyrirtækjum er þegar full frjálst að opna verslanir hér í krafti EES. Það eina stóra sem myndi gerast er að tollar og innflutningskvótar myndu falla niður. Það getum við vel gert sjálf og raunar gætum við verið búin að gera það fyrir löngu ef menn hefðu varið jafn mikilli orku í að berjast fyrir frjálsri verslun og farið hefur í gangslaust Evrópukvak. 

E.s Afsakaðu svarleysið. Færslan fór framhjá mér.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 04:07

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tollar falla niður td..

Ef ESB tekst ekki að laga ástandið hér á landi.. mun ekkert laga það og á er bara kominn tími á one way trip to europe...  

Óskar Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 20:21

12 Smámynd: Heidi Strand

Jeg skulle til å si noe, men tør ikke for jeg vet ikke hvordan jeg skal si det uten å bli misforstått.

Heidi Strand, 23.5.2008 kl. 23:07

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm si det paa norsk ;)

Óskar Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 23:38

14 Smámynd: Heidi Strand

Du lar kona bli igjen her.

Heidi Strand, 23.5.2008 kl. 23:45

15 Smámynd: Heidi Strand

Selvfølgelig var det en spøk.

Heidi Strand, 24.5.2008 kl. 00:01

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 00:05

17 Smámynd: Heidi Strand

Som jeg forsto vil du flytte ut jeg tenkte at det er synd at godt folk reiser bort og derfor sa jeg dette. Du vet jo at jeg trener der hvor kona di jobber.
Hils fra meg.

Heidi Strand, 24.5.2008 kl. 07:53

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jau jeg forstaa deg Heidi :)  tanken er ut hos oss, vi er bara ikke sikker om det blir norge eller sverige... eller om vi drar.

Óskar Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband