Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ógnun við heimsfriðinn

Á vísi.is er haft eftir Ban Ki Moon aðalritara sameinuðu þjóðana að hækkun á matvælum á heimsmarkaði væru ógnun við heimsfriðinn. mér finnst gaman að sjá að fyrri bloggfærslur mínar um hækkun á heimsmarkaði væru ógnun við heimsfrið eru staðfestar af svo háttsettum manni í alþjóðlega samfélaginu.

Ég hef verið þeirrar skoðunnar lengi að um leið og menn fari að vinna eldsneyti úr hrísgrjónum skelli á heimstyrjöld stuttu síðar, ekki heimstyrjöld í anda ww1 og ww2 heldur skærur um allan heim um yfirráðin yfir vatni, ökrum og frjósömu landi almennt.

http://www.visir.is/article/20080420/FRETTIR02/157937806

svipað efni hér á norsku en mun harðorðara, enda er íslensk blaðamennska frekar máttlaus og gagnrýnislaus.

http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/04/20/533110.html


Kominn tími til

Það er löngu tímabært að fara út í þessar viðræður, Davíð Oddson sló þær með glans út áf borðinu upp úr 1990 þegar Jón Baldvin vildi fara í svona viðræður af fullum krafti. síðan þá hefur sjálftektarflokkurinn verið fúll á móti öllu sem kemur frá evrópu því sennilegast vissu þeir sem var að evrópuaðild mundi losa krumlurnar á þeim af efnahagsfatinu sem þeir hafa gætt sér á svo lengi.. en batnandi mönnum er best að lifa og nú vilja kjósendur sjálftektarflokksins líka hefja viðræður við ESB..

Inn í ESB og út með krónuna um leið.. helst í gær.

 


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli tomm eftir spaugstofuna...

Ég aulaðist til að vinna Kalla Tomm enn einu sinni og gerðist það hjá Víði bloggvini í gærkveldi..

Núna er kominn tími á nýjan Kalla og byrjar hann kl 20.30.  Mætum öll sem ekki erum komin á kaf í glasið..... Whistling

 

Spurt er um..... Mann


Israelar pynta börn...

Ég las í www.dagbladet.no grein þar sem ísraelskir hermenn viðurkenna mannréttindabrot í stórum skala.. þeir ræni fólki án dóms og laga, pynti börn ræni heimili og myrði fólk af handahófi á herteknum svæðum Palestínu. Hér er greinin sem vitnað er í : http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/04/19/533051.html Hér er heimasíða ísraelskra hermanna sem hafa fengið nóg af yfirgangi og fasisma ísraelsku herstjórnarinnar , hún heitir því lýsandi nafni "breaking the silence"  http://www.shovrimshtika.org/index_e.asp Israelskir hermenn hafa sem sagt fengið nóg af viðbjóðnum og eru farnir að snúast gegn sínum eigin stjórnvöldum.. þótt fyrr hefði verið. Hér á landi viðgengst einhliða fréttamennska sem segir bara frá hagstæðum fréttum frá ísrael og palestínu.. hagstæðum fyrir israel og USA.  Íslenskir blaðamenn eru hugleysingjar upp til hópa og ættu að taka sér skandinavíska frettamennsku til fyrirmyndar og skrifa fréttir hlutlaust og segja SATT og RÉTT frá atburðum í Palestínu.  Afhverju sjást aldrei skandinavískir fréttaþættir frá þessu svæði hér á landi ?

http://www.independent.co.uk/news/world/middle-east/our-reign-of-terror-by-the-israeli-army-811769.html

our reign of terror.... segir mikið...

 


mbl.is Átök á landamærum Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli tomm byrjaður aftur.. HÉR.

ég hugsa mér mann

Ritskoðun moggans

Ég mótmæli því harðlega að moggabloggið skuli vera að loka bloggsíðum manna sem skrifa undir eigin nafni og þar að auki með mynd af sjálfum sér á síðunni.

Bloggsíðu Skúla Skúlasonar var lokað fyrir nokkrum dögum og ekki nóg með það heldur hvarf hann einnig af bloggvinalistum þeirra sem höfðu skráð hann sem bloggvin.

Mér er slétt sama um það þótt hann hafi móðgað islamista, nasista eða einhvern annan flokk manna, Skúli á rétt á því að tjá skoðanir sínar ritskoðunarlaust.

Bloggarar látið í ykkur heyra varðandi þetta óréttlæti og yfirgang sem viðgengst í dag á moggablogginu.


Fjórði hver fangi er útlendingur

Í noregi er fjórði hver fangi útlendingur, sem er töluverð aukning frá 2003 þegar þeir voru einungis 15 % af föngum.

Fangarnir eru frá ymsum löndum en þeir sem toppa listann eru frá : Póllandi, Irak, lithauen , svíþjóð og sómalíu.. annars eru fangar frá alls 107 löndum í norskum fangelsum í dag.

Veit ekkert afhverju ég er að blogga um þetta í raun þar sem 25 % íbúa oslo eru td útlendingar svo þessar tölur ættu kannski ekki að koma á óvart.

Hér er greinin sem ég las og vakti athygli mína.

http://www.nettavisen.no/innenriks/article1768284.ece


Kalli Tomm klukkan 21.30 HÉR !!

KT hefst hér kl 21.30 stundvíslega miðað við heimsklukkuna í Colorado...

 

Spurt er um..... MANN


Óvart ?

Þetta sýnir bara enn og aftur viðbjóðslegar aðferðir ísraelsmanna gagnvart varnarlausu fólki.

Við eigum að slíta öllu stjórnarsamstarfi við þessa morðingjaþjóð sem allra fyrst því það er smánarblettur á íslensku þjóðinni að eiga samskipti við ísrael..  Ég krefst þess af Samfylkingunni að hún fari að gera eitthvað í því hið fyrsta..


mbl.is Blóðbað á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli Tomm

á morgun kl 21.30 verður kalli tomm hér.  komasvo

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband