Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hörður Torfa ! Takk fyrir mig.

mér finnst magnað að hugsa til þess að maðurinn sem þurfti að flýja land vegna ofsókna fyrir ekki lengri tíma en 30 árum.. er orðinn sameiningartákn íslensku þjóðarinnar ! 

Framtak hans hefur fengið lötustu sófadýr út á laugardegi þegar enska knattspyrnan ræður ríkjum til að mótmæla.. þetta er afrek sem enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur leikið eftir .. fyrr og síðar.

Hörður, þú ert frábær !  


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Solla er lygari !

Ég er alveg búinn að fá upp í kok af undirlægjuhætti Ingibjargar Sólrúnar undanfarið.. hennar sanna eðli er komið í ljós. 

samkvæmt heimildum í noregi frábáðu íslendingar  sér loftrýmisgæslu breta vegna ástandsins á milli þjóðanna.  Solla er hreinlega að ljúga að þjóðinni .. og sem ráðherra er það ekkert annað en landráð !! 

http://www.vg.no/nyheter/utenriks/artikkel.php?artid=524179 

Burt með spillingarliðið og Solla er þar á meðal.. burtu með þig ISG, sýndu smá sómatilfinningu og segðu af þér.  

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2771114.ece

út í annað en samt tengt málefni... svakalegaflott bréf fra íslandi á forsíðu financial times

http://www.ft.com/cms/s/0/66c87994-aec1-11dd-b621-000077b07658.html?nclick_check=1 

 


mbl.is Hætt við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hægri flokkurinn í noregi fagnar þessu útspili

hægri flokkurinn í noregi fagnar þessu útspili Geirs gufu.  Þeir eru klárir með umsókn inn í ESB strax á eftir íslandi.. en helst á undan....

Glæsilegt, þá kannski fer að verða lífvænlegt á íslandi fyrir venjulegt launafólk.  

 

http://www.vg.no/nyheter/utenriks/eu/artikkel.php?artid=524177


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mætum með hvítan fána á morgunn

Ég vil taka undir orð Jóns Steinars Ragnarssonar og hvet fólk til að mæta með hvítan fána af einhverju tagi niður á austurvöll.  endilega lesið pistil jóns hér : 

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/711095/#comments 

hér er grein um mótmælin á morgunn í E24 efnahagsblaði verdens Gang

http://e24.no/utenriks/article2770069.ece 


Össur þú átt leik á borði

Össur, stattu nú við sannfæringu þína og gerðu þetta mál að ásteitingssteini innan ríkisstjórnarinnar.. 

Þú getur td sagt af þér í mótmælaskyni fyrir aumingjahátt Sollu, hún er að niðurlægja brotna þjóð með því að hleypa hingað breskri flugsveit.. og hafðu í huga Össur að við gleymum ekki svo glatt lengur.

Núna munum við eftir því hvað hver ráðherra gerir í þessari ríksisstjórn og ég skora því á þig Össur að segja af þér í mótmælaskyni og tilkynna á þingi að þú sért hættur að styðja þessar lyðrur í ríkisstjórninni.. ef ekki þá ertu sjálfur lydda og lyðra.  


mbl.is Kyssir ekki á vönd kvalaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú ert að hugsa um að flýja til norðurlandanna.. lestu þetta.

Í því árferði sem nú dynur á íslendingum þá hugsa sér eflaust margir til hreyfings. Vilja leita gæfunnar í öðru landi.. búið að fá nóg af spillingunni hér heima.. spilltum stjórnvöldum, spilltu bankakerfi og spilltum fjölmiðlum.. En margs er að varast þegar farið er erlendis með fjölskylduna.. auðveldara ef um einstakling er að ræða.

Ég hef séð að ASI eða eitthvað slíkt félag hefur verið að auglýsa kynningarfundi fyrir þá sem vilja flytjast af landi brott og er það svo sem ágætt.. en þau fara oftast bara í lagalegu hliðina og hvað þarf að varast þegar út er komið , regluverk og þess háttar.. en minna um praktísku hliðina.. sem er að koma sér fyrir í stundum ókunnu landi, vinalaus og atvinnulaus.. jafnvel húsnæðislaus. 

Ég þekki vel til í Noregi og Svíþjóð en ég hef búið um árabil í báðum þessum löndum.
Það er algert grundvallaratriði ef fólk er að hugsa sér til hreyfings til þessara landa að hafa einhvern þarna úti sem er kontaktpersóna.. sú sem tekur við þér og hjálpar þér fyrstu skrefin. Beinir þér til réttu aðilana og jafnvel hýsir þig fyrstu vikurnar því það er mjög erfitt að byrja upp á nýtt í landi eins og Noregi td.  

Ef þú ert ekki með iðnmenntun skaltu hugsa þig tvisvar um.. norðmenn eiga nóg af verkafólki, þeir vilja fólk með kunnáttu og reynslu. 

Ef þú ert ekki kominn með vinnu áður en þú ferð til Noregs.. slepptu því þá að fara

Ef þú kannt ekki norsku eða til vara sænsku eða dönsku.. ekki fara.

Að verða strandaglópur í Noregi á íslenskum atvinnuleysisbótum hefur sett þig í verri stöðu en að vera bara á lyftara í bónus á lágmarkslaunum.. 

Sama gildir að mestu um Svíþjóð, þeir eru að vísu opnari fyrir því að taka við bótaþegum en norðmenn.. ( kaldhæðni) . 
Án sænsku kunnáttu ertu fucked... 
Svíar borga líka lág laun og er sænska krónan lítils virði utan Svíþjóðar.. þó ekki eins illa á sig komin og sú íslenska.. 
Ef þú ert hinsvegar með allt þitt á hreinu þá er Svíþjóð góður staður til að búa á.. en ekki ef þú vilt safna peningum.. Það geturðu gert í Noregi hinsvegar. 

Svo, í meginatriðum.. vertu með kontakt úti, þekktu norðurlandatungumál.. vertu með menntun.. annars skaltu bara vera áfram á íslandi. 


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

myndir frá austurvelli í dag 8 nóv.

eins og menn sjá eru 500 manns hér.. 

 

8_november_08_protesting_iceland_002.jpg

8_november_08_protesting_iceland_003.jpg 

8_november_08_protesting_iceland_004.jpg

 

8_november_08_protesting_iceland_005.jpg

 


Austurvöllur í dag

 

Ég skrapp á austurvöll í dag sem aðra laugardaga.  Mannfjöldinn var áberandi meiri en hina laugardagana.  Ég giska á rúmlega 3000 manns amk. sem opinberlega er eflaust um 1200 manns.

Það var nýbreytni að þessu sinni að mótorhjólamenn voru áberandi fyrir mótmælin og huldu alþingishúsið í reyk.. þetta stóð í nokkrar mínútur og eru spólförin greinilega á götusteinunum fyrir framan alþingishúsið.

8_november_08_protesting_iceland_001.jpg 

 

Svo klifraði einhver upp á þak í taknrænum mótmælum og setti bónusflaggið á fallgstöngina.. snilldarlega gert.. enda var það alþingi sem greiddi götu útrásargengisins með máttlausum reglugerðum.

8_november_08_protesting_iceland_006.jpg 

 

 

 

 

Hér er fánin kominn á loft.. og ekki leið á löngu þar til að hann var tekinn niður af starfsmönnum alþingishússins..  leiðindapúkar !  

 

8_november_08_protesting_iceland_009.jpg


Iðnó og Austuvöllur í dag !!

Dagskráin byrjar í iðnó kl 13.00, Gunnar Sigurðsson leikstjóri fer þar fyrir flokki manna sem vilja opna umræðu um ástandið. Þessum lið verður útvarpað næsta þriðjudag á RUV skilst mér.

aðalmætingin verður síðan á Austurvelli kl 15.00. Þar ræður hörður torfa ríkjum.. góðir ræðumenn verða hjá honum í dag.  

Ég hef heyrt utan af mér að ólíklegasta fólk ætlar að mæta.  Ég spái því að opinberlega vera 1200 manns en í raun um 4000 :)

Mætum öll. 


Til Hamingju með afmælið Andrea Rós

Andrea rósElsku dóttir mín varð 17 ára í dag. 

Mikið hefði ég viljað gefa til þess að geta verið með þér þótt ekki væri nema stutta stund .. 2 mín hefði dugað mér ef ég hefði bara fengið að sjá þitt bros.. og fengið faðmlag.  

Örlögin eru bara þannig að við vorum ekki saman í dag elsku stúlkan mín.

Ég elska þig Andrea Rós megi gæfan brosa við þér í lífinu.. en ef á hallar þá áttu mig alltaf að elsku stúlkan mín.

Pabbi 

Ég og Andrea Rós 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband