fyrsta vikan.. eða því sem næst

yÉg vaknaði í nótt kl 03.00 við það að skordýrin voru kominn í allsherjar sinfóníu fyrir utan húsið.. hávaðinn var með ólíkindum.. engispretturnar voru sigurvegarinn með sitt allþekkta skrikskrik hljóð sem við þekkjum svo vel úr gömlum bandarískum bíomýndum . en það voru fleiri kvikindi á ferðinni en engisprettur.. kvikindi sem ég kann ekki að nefna en bætti í kórinn með sínu nefi ( eða fótum). síðan komu veiðidýr næturnar með í söngin með sitt GABBOONN hljóð.. eða GEKKO hljóð.. hljóð sem fékk mig til að skilja afhverju spænskumælandi menn kalla eðlur gekko. litlar gular eða fölgrænar að lit.. sirka 5-10 cm langar og önnur týpa sem er um 30 cm löng og líkist krókodíl, vel tennt og græn með gulum smáum doppum.. ég ætla að reyna að ná mynd af þeim. eldsnöggar og bókstaflega út um allt.. um leið og birti tók við fuglakórinn.. (ég náði að leggja mig aftur og vaknaði kl 0.60.00) við miklu öflugri og fjölbreittari hljóð en svæfandi hljóð engisprettnana.. og hanarnir fóru í keppni um hver gat galað hæst og sem mest falskt.. frekar slakir hanar hér sönglega séð, þótt flottir séu.. langleggjaðir litfagrir og árásargjarnir..

Ég svaf við opinn glugga eins og venjan er hér.. ef glugga skyldi kalla því ekkert gler er í þeim bara hlerar.. nóttin var mild, aðeins um 22-26 °c en gærdagurinn hafði einmitt verið frekar "kaldur" einungis um 27-28°c. Kaldur segi ég því að heitasti tími ársins er að hefjast með rigningum og tilheyrandi.. það má vel búast við 38-42 °c á þessum árstíma.. líka á næturnar.

Hér í Surin vantar hinsvegar regn og sést það vel á trjágróðrinum og hrísgrjónaökrunum.. og bíða bændur eftir regninu svo hægt sé að fara hefjast handa við alvöru búskap.

Í dag á að sýna tengdasyninum landareignina og það er einhverra klst labbitúr um banantré , mangotré, papayatré og hrísgrjónaakra.. Allir með voðalegar áhyggjur af því að mér sé heitt og því er allstaðar lofkæling á því stigi að gott frystihús fyrir vestan mundi skammast sín fyrir sitt hitastig innanhúss .. svo ég stoppaði þessa vitleysu með því að segja að ég hafi ekki þvælst um hálfan hnöttinn til að fá kvef í hitabeltinu. málið dautt og loftræstinginn tekin úr sambandi...nema um nóttina.

kl 09.00 var étinn morgunmatur að hætti inffæddra.. allskonar froskar og vesen, egg og svínakjöt, og hrísgrjón að sjálfsögðu ásamt kryddleginni nautatungu.. þegar hér var komið við sögu var hitinn að nálgast 34°c .. og um kl 14.00 þegar þetta er skrifað er undirritaður búinn að fara 4 sinnum í sturtu og hitinn orðinn hátt í 40°c.

 

sældsarlíf svosem :)

Dagur tvö leið hjá án stórfelldra atburða.. við vorum ein heima skötuhjúin því foreldrarnir skruppu til kambodíu til að spila fjárhættuspil, sem er víst bannað að stunda í thailandi. Dagurinn leið hjá í miklum hita, svefn og afslöppun. skrapp um kvöldið til Surin city til þess að fara í verslun..

dagur 3. ég fór í fótanudd, en ég hef hægri fótinn gersamlega kabutt ,bólginn og fullur af bjúg. Ég hef átt við þetta vandamál árum saman með hægri fótinn og aldrei fengið lausn minna mála á klakanum.. alltaf bent á að éta eitthvað vatnslosandi bjúgmeðal.. sem auðvitað virkaði ekkert nema þá að ég þúrfti að míga í tíma og ótíma án þess að bjúgurinn í hægri fæti minnkaði neitt að ráði. En hér fann ég eina góða thailenska nuddkonu með handleggi sem gætu fengið margann karlmanninn til ða skammast sín. Hún hamaðist á fætinum í klst og leið mér miklu betur á eftir þótt þetta hafi verið sársaukafullt.. ég pantaði hjá henni tveggja tíma fótanudd daginn eftir og sá ég á svipnum á henni og látbragði að þá ætti ég ekki vona á neinu afslöppunarnuddi..

Eftir nuddið fórum við heim því það var farið að styttast í giftingarathöfnina.. komum heim tæpri klst fyrir athöfn og allt að verða tilbúið.. blómakörfurnar og allt það sem fylgdi svona athöfn var búið að stilla upp og gestirnir farnir að streyma að..Ég fór í sturtu og skipti um föt.. og svo bara byrjaði athöfnin.

Mér var sagt að setjast niður við borðið og frúin við hlið mér.. síðan settust nánustu ættingjar við borðið og einn gamall gaur byrjaði ða kyrja eitthvað og allir tóku undir nema ég og konan sem bara sátum þarna með lófana í bænastellingu.. konan hvílsaði að mér að núna væru allir að kalla á anda framliðinna ættingja, minna og hennar til þess að fá sér að borða af því semk var stillt upp á boðrinu, bananar svínshaus, hrísgrjón og fleira góðgæti..

Svo fór karlinn að skvetta á okkur vatni .. sem var fínt fyrir mig, því ég var að kafna úr hita. á meðan á þessum vatnsaustri stóð komu inn fleira fólk og fór að kyrja eitthvað með karlinum og sumir fóru að snerta okkur lauslega með ósk um góða framtíð..

Svo kom smá bið á athöfninni því að við áttum að setja upp hringana táknrænt og það varð að gerast á "réttu" augnabliki.. sem sagt kl 19 mínútur yfir 3 á föstudeginum... svo athöfnin stoppaði í sirka 10 mínútur en svo var haldið áfram að kyrja og vatnausturinn jóks til muna og við settum upp hringana sem búið var að "blessa" með allskonar athöfnum.. svo tók við athöfn þar sem fólk tók gult band sem hékk á blómaskreytingunum og batt um úlnlið okkar ásamt peningagjöfum.. stundum var peningunum rúllað upp og bundnir í bandið sem fór um úlnliðinn eða peningnum var stunfið beint undir þumalinn á manni.. þetta er gert til þess að auka hagsæld okkar og biðja þess að við munum eiga fjárhagslega örugga framtíð ( ekkert félagslegt kerfi í thailandi nema fjölskyldan)..

Þegar þessu var lokið.. án nokkurar sýnilegrar lokunar.. þetta hætti bara og karlinn sem var hálfgerður seiðskratti frá kambódiu fór skyndiulega og sást ekkert meir. var mér sagt að ég mætti standa upp og gera það sem ég vildi.. og drykkjan hófst.. viskí í sóda var málið.

Ég skálaði og skálaði og allir vildu tala við mig.. sem gekk ekkert alltof vel því frúinn var upptekinn annarstaðar.. svo maður kinkaði kolli og brosti og sagði skál.. allir ánægðir..

inn á milli stóð maður upp þegar frúinn kallaði til þess að gefa af peningunum til fólks sem kom í veisluna og voru fátæk..( þar á meðal gullfallegur drengur sirka 5-6 ára, sem vantar annað augað frá fæðingu og hefur eitthvað óhugnanlegt appelsínugult drasl í tóftinni í stað gerfiauga.. en það kostar víst 100.000 baht en án þess mun andlit drengsins afmyndast með aldrinum.. Ég mun kanna hvað ég get gert fyrir hann í nánustu framtíð..ræða við augnlækna hér heima um lausn.. og jafnvel fara út í smá söfnun fyrir hann.. því 100.000 baht er ekki stór fjárhæð fyrir íslending þannig lagað.. sirka 350.000 kr)..

Seinna um daginn fór mikilvæga fólkið ða streyma að.. þeir ríku og flottu.. hershöfðingjar, lögreglustjórar, skólameistarar héraðsins.. allir vel talandi á enska tungu og fólk sem veit að það er mikilvægt og hagar sér eftir því.. gott fólk samt og gamna að tala við þau.. þau gáfu mikla peninga.. 5-10 sinnum meira en þeir sem fyrir voru.. og þessir peningar fóru til móður konunnar.. því ég hefði bara notað þá í fótanudd og bjór ;)

okkur var síðan boðið í mat hjá yfirskólastjóranum í Surin.

dagyur 4, upp kl 6 eins og vanalega.. fengum morgunmat sem samanstóð af , risarækjum eða humri, ekki viss hvort þetta var, tom yum pla, fræg thailewnsk fiskisúpa, og allskonar örðu góðgæti sem ég kann ekki að nefna.. amk 8 réttir.. eldað var undir húsinu og borðað þar líka.. eftir morgunmatinn sem hefði getað fengið hvaða thailenska veitingastað sm er í heiminum til að skammast sín. var farið í fílaþorpið Krap pho sem var víst rétt hjá sagði tengdó.. en reyndist vera í 100 km fjarlægð... í þessu þorpi eru hundruðir fíla, jafnvel um þúsund.. og eru haldnar sýningar fyrir skólakrakka frá öllu thailandi þarna og fá fílahirðarnir í Surin ( man einhver eftir lagi Megasar ?) fá ekki laun beint heldur fær hver fíll 8000 baht frá ríkinu sér til framdráttar mánaðarlega.. sýningarnar eru því vasapeningur filahirðanna skilst mér..

dagur 5.. fótanudd og internet.. ég ætlað að reyna að koma þessu frá mér með myndum.. sjáum til hvernig til tekst :)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Til hamingju með þetta Skari.

Skemmtileg lesning.

kop, 22.3.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er þetta skemmtileg frásögn, takk!  Bíð eftir fleiri sögum og sendi hamingjuóskir yfir hálfan hnöttinn til ykkar brúðhjónanna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 12:00

3 identicon

Elsku bróðir, það er rosalega gaman að lesa sögurnar af ferðinni!

hefði verið mikið til í að fá vera viðstödd í brúðkaupinu!! hljómaði eins og úr sögubók ;)

haltu áfram að skemmta þér vel, og bið ég vel að heilsa mágkonu minni og fjölskyldu hennar :)

Þóra

Þóra systir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Árnaðaróskir frá Villa í Köben, sem þér er svo hlýtt til. Batni þér í ökklanum. Best er að léttast og borða mikinn hvítlauk og það sem er grænt en ekki myglað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2009 kl. 09:01

5 Smámynd: Brattur

Til hamingju Óskar... skemmtileg athöfn, mjög gaman að lesa þetta hjá þér... ég myndi einnig vilja fá að vita þegar þú hefur söfnun fyrir litla drenginn... góðar kveðjur...

Brattur, 23.3.2009 kl. 19:37

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir kveðjurar öll sömul og þakka þér fyrir Brattur, ég mun láta vita ef af verður en ég mun ræða við augnlækna hér heima hvað sé best að gera.

Óskar Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband