opera er laaaangbest

Ég tók ástfóstri við Opera þegar ég vann hjá Hewlett Packard í svíþjóð fyrir nokkrum árum.  Hann var fljótari, með nýjungar sem aðrir vafrar hafa leikið eftir síðar , myndir voru skýrari og fljótari að birtast á honum og hann hafði músaklikks fletti möguleika á síðum sem ég hef heyrt að aðrir vafrar eru að koma með í dag.. 5-6 árum seinna.

Hann á við vissa vankanta að stríða td það að microsoft gefur ekki operanotendum möguleika á að nota opera þegar þeir update windows ruslið .. svo ég er líka með mozilla því IE7 ruslið nota ég aldrei.. merkilegt annars að MS skuli gefa kódann til Mozilla en ekki til opera !

Stutt og laggot.. Opera er langbesti vafrinn á markaðinum í dag !! 


mbl.is Opera á mikilli ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara sökker fyrir norsku drasli!

HDN (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:04

2 identicon

Sammála Opera er það besta og hraðasta sem til er.

Nota ekki IE nema allt annað bregst og þá með bið og enn meiri bið. 

Þorgeir R Valsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Einar Steinsson

Stór hluti af þeim nýungum sem Firefox hefur verið að hreykja sér af hefur komið frá Opera. Þeir eiga til dæmis hugmyndirnar af:

  • Flipum í stað endalausra nýrra glugga
  • Vörn gegn sprettigluggum (PopUp)
  • Innbyggður leitargluggi
  • Stýringu á ýmsum aðgerðum með mús (Mouse gesture)

Opera kemur með (án þess að þurfa að setja inn viðbætur):

  • Póst client
  • Irc client
  • RSS lesara
  • BitTorrent client

og margt fleira. Þeir hafa frá upphafi verið í fararbroddi og hinir hafa elt þar á meðal hinn ofmetni Firefox sem að mínu áliti varð ekki virkilega nothæfur fyrr en í núverandi útgáfu (v.3) og jafnvel ekki en nema setja inn fullt af viðbótum.

Samt er Opera fyrir PC/Linux/Mac hálfgerð aukaafurð, þeirra aðalframleiðsluvara er vafri fyrir síma, handtölvur og önnur smátæki.

Einar Steinsson, 1.3.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Reyndar er FF byggt upp og þróað út frá Netscape sem þróaði ef ég man rétt nákvæmlega það sama og Opera kom með, bara nokkrum árum fyrr en Opera) RSS 0.90 var þróað af Netscape, einnig póst og irc client svo það er spurning hver fékk lánað frá hverjum.

Sævar Einarsson, 2.3.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Einar Steinsson

Ég vissi það að ef ég segði eitthvað annað en halelúía um Firefox þá kæmi úlfahjörðin á eftir mér.

Ég sagði aldrei að Opera hefði hannað RSS. Hugmyndin af RSS kemur upphaflega frá Apple um 1995 en þeir gerðu eiginlega ekkert meira en að fá hugmyndina. Það er hins vegar Indverjinn Ramanathan V. Guha sem kemur einmitt frá Apple til Netcape sem leggur grunninn að RSS 1999. Netscape hætti síðan að fást við RSS um 2001 undir stjórn AOL og þá fékk verkefnið sjálfstætt líf. Irc og póstclienta getur síðan engin vafri eignað sér, þeir eru eiginlega jafngamlir internetinu.

Mín upplifun af Firefox  er eftirfarandi:

Útgáfa 1 var lélegur, útgáfa 2 heldur betri en samt ekkert sérstakur. Útgáfa 3 er ágæt og ég nota hann mikið (þetta er skrifað í Firefox 3.1 Beta2) Styrkur Firefox er ekki endilega vafrin sjálfur sem er heldur fátæklegur eins og hann kemur af kúnni heldur þær endalausu viðbætur sem hægt er að fá og bæta við hann og sérsníða hann þannig eins og maður vill. Opera er ennþá mjög góður en ekki lengur eins sérstakur og hann var. Bæði Firefox og IE hafa nálgast hann síðustu árin.

Einar Steinsson, 2.3.2009 kl. 21:22

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Það var ekki mín ætlun að gera lítið úr þinni athugasemd, var bara að bæta þessu við.

Sævar Einarsson, 2.3.2009 kl. 21:42

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er orðið hið áhugaverðasta lesefni hér :)  Takk fyrir það Sævarinn og Einar

Óskar Þorkelsson, 2.3.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband