gaman af þessu

það er greinilegt að mótmælin hafa mikil áhrif á þá sem sitja í Kryddsíldinni.. fólk virðist stressað við borðið.. löggan bjástrar við að halda fólki frá húsinu.. brunabjallan glymur af og til.. taktfast trommuslag fyrir utan gluggan.. 

Töff.. vonandi ná þeir að vekja þessa sauði við borðið hjá Sigmundi Erni.. en GHH er að sjálfsögðu ekki mættur..  


mbl.is Hafa ruðst inn á Hótel Borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst frekar skondið að karlinn sé ekki komin í hús. Ég er nokkuð viss um að búið sé að taka upp ávarpið. Væri allavega gaman að heyra frá fjölmiðlum hvort það hafi ekki verið gert í gær.

Steinunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:22

2 identicon

frábært framtak, norski lögbrjóturinn er væntanlega í skýrslutöku og kemzt ekki í þáttinn.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:26

3 identicon

Mér þykir EKKI gaman að þessu.  Öfgafólk fer í taugarnar á mér líka, sérstaklega þegar maður ætlar að fá að horfa á árvissan þátt á sinni áskriftarstöð og fá að heyra hvað stjórmálamennirnir hafa að segja - einitt núna!  Óþolandi frekjuhundar og hrokagikkir þessi hluti mótmælenda.  Óþolandi líka hvað Sigmundur gerir mikið úr þessu pípi. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he agalegt að þú skulir hafa orðið fyrir truflun í sóffanum frú Sigrún 

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sem betur fer er þetta ekki íslenska þjóðin sem er að mótmæla. það segir ISG enn og aftur.

Víðir Benediktsson, 31.12.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uff kerlingin hún Imba er enn og aftur að drulla upp á bak.. þetta er bara skríllinn en ekki þjóðin í hennar augum.. þjóðin er þæg.. eins og Sigrún hér að ofan..

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Depill

Og í þetta skiptið hefur ISG 100% rétt fyrir sér, ég þori að leyfa mér að veðja að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu ofbeldi og skemmdarverkum. Það að skemma tæki og valda truflunum á fjölmiðlun þar sem er verið að ræða málin af árinu er ekki að mínu skapi, og ég held flestra Íslendinga ( nema kannski öfgafullra moggabloggara ).

Hér eru þessi mótmæli að tapa sér og þetta er of langt gengið, mótmæli Harðar Torfa hafa verið fín og friðsamleg, en svona fáranleiki gerir engum gott og grefur undan málstaðnum.

Depill, 31.12.2008 kl. 14:40

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar það hefur komið skýrt fram hjá Sigmundi að GHH kemst ekki inn í salinn - styður þú eyðileggingu á tækjabúnaði - styður þú þú þetta öfagfólk ?

Óðinn Þórisson, 31.12.2008 kl. 14:41

9 identicon

Er það núna "öfgafólk" sem fer inn í anddyri á Hótel Borg og lætur heyra í sér? Eða verður það öfgafólk ef það tekur eitthvað úr sambandi?

Þjóðin er stórskuldug, fólk sér fram gjaldþrot og mjög slæma tíma en engir stjórnmálamenn sjá sér fært að axla ábyrgð á þessu. Hvað þá að leyfa nýjar kosningar.

Þessi mótmæli eru nú frekar róleg miðað við aðstæður.

Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:51

10 identicon

Ég held að allir þurfi að stoppa aðeins og reyna skilja báðar hliðar. Persónulega er ég ekki mikið fyrir eyðileggingu en enn síður ofbeldi. Fókusinn ætti raunverulega að vera á því hvað sé hægt að gera til þess að við getum spólað okkur úr þessari vitleysu. En svo er hins vegar hitt. Það er búið að drulla yfir Ísland, meira en nokkru sinni fyrr og orðspor þess er farið til helvítis. Hér er verið að senda skýr skilaboð um að þetta fólk sé ekki fulltrúar okkar - Þau tala ekki fyrir okkur. Því er komið í veg fyrir útsendinguna. Ég skil þetta viðhorf. Þetta á svo sannarlega eftir að fréttast út fyrir landsteinana og það eitt og sér er mjög jákvætt

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:54

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

óðinn, ég sé ekkert öfgafólk í þessum mótmælum.. íslendingar eru svoddan lyddur upp til hópa, huglausar mannleysur enda halda flokkar eins og sjálfstektin og framsókn í alla tauma hér til lands.

Depill.. mér er ósart um tækjabúnað veltryggðra fyrirtækja.. en mér er ekki sama um fjöldauppsagnir og fjöldagjaldþrot landsmanna sem þessir sauðir í kryddsíldinni bera alla ábyrgð á..

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 14:58

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hverrar þjóðar ætli þessir ribbaldar séu? Eru þetta kannski palestínsku konurnar hans Magnúsar Þórs? Þá er ég ekki hissa á að Imba sé fúl.

Víðir Benediktsson, 31.12.2008 kl. 15:01

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

"Starfsfólk Stöðvar 2 á staðnum segir skemmdirnar hlaupa á milljónum"

Er þetta það sem þú styður Óskar ?

Óðinn Þórisson, 31.12.2008 kl. 15:01

14 Smámynd: Depill

Óskar, heldurðu í alvörunni að bara vegna þess að fjölmiðillinn er tryggður að þá borgi enginn ? Þetta nottulega veltist bara út í tryggingarnar þínar...

Ég sorry, er mjög mikið á móti ofbeldi og skemmdarverkum. Eiga aldrei rétt á sér. 

Ég er mikið á móti fjöldauppsögnum og fjöldagjaldþrotum og launalækkunum ( sérstaklega hjá ágætlega stæðum fyrirtækjum sem nýta sér ástandið ), fall á krónunni, hef alltaf verið á móti ríkisstyrkjum, hef alltaf verið á móti ríkisábyrgð, fannst einkavinavæðingin fáranleg. Og þótt að ég sé reiður, að þá held ég að helsta eign okkar Íslendinga sé það að við búum í lýðræðislegu friðsamlegu samfélagi. Ofbeldi og skemmdarverk eiga aldrei rétt á sér og sem betur fer virðast flestir Íslendingar vera sammála því.

Depill, 31.12.2008 kl. 15:04

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sorry, er mjög mikið á móti ofbeldi og skemmdarverkum. Eiga aldrei rétt á sér. 

Þá hlýtur þú Depill að vera á móti ríkisstjórninni eins og hún leggur sig því hún er að nauðga þjóðinni í dag á kostnað útrásarinnar.  

Óðinn.. mér er alveg sama þótt skemmdirnar hlaupi á milljónum hjá stöð 2. 

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 15:06

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar

"Nokkrir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum og fékk m.a einn grjót í höfuðið. "

"Hér situr mitt starfsfólk, tæknifólk og aðrir, lemstrað og með glóðaraugu eftir mótmælendur,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, stjórnandi Kryddsíldarinnar á Stöð 2."

Kæri bloggvinur ég trúi því ekki að þú styðjir þetta !

Óðinn Þórisson, 31.12.2008 kl. 15:49

17 Smámynd: Heidi Strand

Við vorum þar og gerði ekkert ólöglegt. Ætlaði að fara þegar löggan hótaði með gasið.Við komumst ekki heim þar sem bíllinn okkar sem lagður var við stöðumæli í Lækjargötunni var innilokaður af löggubilum. Þeir voru að framan, aftan og allt um kring. Við þurftum að biða hátt í klukkutíma til að komast út.
Gleðilegt ár!!!

Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 15:55

18 identicon

Ég sá tvo lögreglumenn hrinda stelpum sem voru að ganga í burtu frá gasinu, þær höfðu ekkert fyrir andlitinu heldur. Það er bagalegt að Sigmundur Ernir reynir að endurskrifa söguna á svona brenglaðan hátt.

Gott og vel, það má deila um stórfelld eignaspjöll en við erum að tala um einn eða tvo kapla. Ég vil umleið minna fólk á að þjóðin hefur verið skuldsett, velferðarkerfið er undir árásum og lýðræði (sem í sinni smæstu mynd felst í kosningum á 4 ára fresti) er virt að vettugi. Það er ekki hlustað á fólkið. Það kann að vera að harðari mótmælendur fæli frá "venjulega" mótmælendur. En það var hellingur af "venjulegum" mótmælendum við Hótel Borg í dag.

Ekki liggja í skotgröfunum, hendið burt hugsunarleiðbeiningunum frá Mbl.is og hugsið gagnrýnið og sjálfstætt. Annars erum við og verðum alltaf heimskur skríll, ekki bara auðvaldið og stjórnin, heldur almenningur.

Þórólfur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:20

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki að furða að það sé piparbragð af síldinni.

Óska þér annars gleðilegs komandi árs Óskar og þakka samskiptin á því sem er að líða.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 16:53

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gleðilegt ár öll sömul :)

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband