frábær umræða í NRK1 í kvöld

 

Þessi þáttur er aldeilis frábær hlustun.. norðmenn kunna að ræða hlutina þannig ða fólk skilur um hvað verið er að ræða.. niðurstaða fæst í lok umræðnanna eins og vera ber.  hér gæti Egill í silfrinu lært mikið :)

En, norðmenn eru ekki í vafa hverjum þessi krísa er um að kenna.. athafnamenn með of frjálsar hendur og of auðveldan aðgang að lánsfé.. Seðlabanki með handónýta bankastjórn og Davíð Oddson nefndur þar fremstur í flokki ónytjunganna.  Fjármálaeftirlit sem er hálf lamað af mannleysi því bankarnir hirtu alla bestu mennina til sín og skildu FME eftir í sárum og valdalaust og getulaust..

Ríkisstjórnin, seðlabankinn, FME og athafnamenn eiga alla sökina.  

Norðmenn eru harðir í því að hjálpa íslandi út úr þessum vandræðum.. þeir nefndu meira að segja að íslendingar gætu tekið upp norsku krónuna ef ísland samþykkti að ganga undir norsk fjármálareglur og að seðlabankinn væri í Oslo.   Ég styð þessa hugmynd.

Þeir sögðu líka að ísland yrði að endurgreiða lánin en samt ekki öll.. bara neyðarlánin sem kæmu nú ættu íslendingar að greiða en áhættulánin erlendis sem bankarnir tóku og gáfu út ættu að hverfa í hítina og fengjust ekki endurgreidd.. enda enginn verðmæti þar á bakvið og ísland réði hreinlega ekki við þá endurgreiðslu.

Endilega kommentið á þennan þátt.  og vonandi verður hann sýndir í íslensku sjónvarpi þýddur á íslensku.. þótt ég sé reyndar þeirrar skoðunnar að við ættum öll að læra norsku á næstunni..... 

 

http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/427413


mbl.is Ekki allt kolsvart á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég skil ekki norsku. Því í andskotanum glötuðu þeir tungumálinu? Það hefði verið gott ef við töluðum enn sama tungumál. En það voru Norðmenn sem klúðruðu því.

Víðir Benediktsson, 27.10.2008 kl. 22:56

2 identicon

Norðmenn kunna þetta,  en mér hugnast betur evran. Nkr gæti verið ágætis millileið og sérstaklega að senda seðlanbankann til Noregs.  Fer Davíð ekki örugglega með?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þorsteinn, Davíð fengi aldrei í lífinu vinnu við peninga í noregi.. en sirkus alvaro í Sandefjord vantar alltaf vondan trúð.. þarf ekki einu sinni ða meika hann mikið til að hann falli í hlutverkið. 

Víðir, norskan var myrt af dönum...  

Óskar Þorkelsson, 27.10.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir flotta samantekt Óskar. Ég horfði á þáttinn og var hann mjög góður og málefnalegur.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Nenni ekki að horfa, en lýsingin er góð hjá þér.

Norsk króna hljómar ekkert illa, þó að ég þekki svo sem ekki kosti hennar eð galla. Hljómar eiginlega betur en evra fyrir mér.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 27.10.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heidi,  takk fyrir það :) og linkinn ;) án þín hefði þessi færsla ekki komið.

Kristinn, nkr er sterkari en euro..

Sveinn, þetta er sennilega rétt hjá þér.. þótt ég fái nú áhyggjur af ræfils togaranum með þennan trúð við stýrið norður í Ballarhafi. 

Óskar Þorkelsson, 27.10.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk fyrir linkinn. Ég lét mig hafa að horfa á þetta allt með einhverjum skilningi. Góðmennskan sem lýsti af þátttakendum hreif mig. Norðmenn vilja okkur vel en eru ófeimnir við að benda góðlega á meinsemdirnar.

Kristjana Bjarnadóttir, 27.10.2008 kl. 23:58

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæl Kristjana,  norðmenn þekkja svona vanda enda segja þeir í þættinum að þetta sé nánast kopía af þeirra vanda 1989.

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 00:02

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Kjartan, talaðu bara skóladönskuna með íslenskum hreim.. segðu svo bara að þú komir af eyju fyrir vestan... þá halda norðmenn að þú talir eina af 256 mállýskum landins ;) og skilja þig ágætlega.

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 00:06

10 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég hefð aðgang að NRK og sá þetta fyrr í kvöld. Mér fannst aðalspurning fjölmiðlafulltrúans vera hvort að Íslendingar héldu bara að þeir gætu gengið að því sem gefnu að þeir gætu fengið  lán hjá bræðraþjóðum sínum. Slikt orðfæri minnir mig óneitanlega á diplómatíska spurningu - um hvort eðlilegt sé að lána Íslendingum miðað við gefnar forsendur. MEO sem er memorandum of understanding er því engin trygging fyrir lánum frá norrænu bræðraþjóðunum, en hins vegar höfðu Íslendingar ekki enn notfært sér þá gagnkvæmu lánasamninga sem gerðir voru í vor, sem gefur óneitanlega smá von.

Anna Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:38

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæl Anna,  Þetta var alls ekki aðalspurningin en þetta var einn af þeim steinum sem þeir veltu við í þessum þætti.  

Jens Stoltenberg hinsvegar segir berum orðum að við séum bræðraþjóð norðmanna og ef nordisk samarbeide ætti við , þá sé það núna. Það sé hrein skylda norðmanna að hjálpa okkur, það er augljóst að norðurlandaþjóðunum þykir vænna um ísland en íslandingum um norðurlönd. 

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 00:42

12 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Er ekki kominn tími til að rifja aðeins upp Gamla Sáttmála sem Óskar segir mér að sé enn í gildi.

Í nafni föður ok sonar ok heilags anda.

Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:

At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.

Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu. Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit. Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust. Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn. Landaurar skulu upp gefast. Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft. Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til). Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss. Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð, en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.

Anno M. ijc lxiij.

Hér eptir er eiðr Íslendinga.

Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf várt váttar.

Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.

Björgvin S. Ármannsson, 28.10.2008 kl. 00:45

13 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Steingrímur J. var þarna í Noregi og þekkir ráðamenn þar mjög vel. Mig grunar nú að hann hafi liðkað mjög fyrir þeim stuðningi sem Norðurlandaþjóðirnar eru að veita núna. Svo skrifaði Steingrímur líka þessa fínu grein í norskt dagblað það sem hann óskaði eftir hjálp frá Norðmönnum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 00:49

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæll Björgvin, já samkvæmt ströngusut lagaklækjum er Gamli sáttmáli enn við gildi því hann var ekki felldur úr gildi þegar danski kóngurinn tók yfir noreg og í framhaldinu neyddi íslendinga til að skrifa undir í kópavogi 16 hundruð og súrkál.. 

Sæll Kjartan, ég efast ekki um að Steingrímur j hafi gert sitt gagn.. en þetta ferli var fyrir löngu komið af stað áður en hann fór í þessa frægðarför sína til norðurlanda.  Afskaplega skemmtilegur ræðumaður og fróður einnig hann SJ.

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 00:55

15 Smámynd: Heidi Strand

Þeir sem vilja læra meira norsku geta litið við hjá mér á blogginu. Það er stundum með norsku ívafi eins og frá í gær.

Der er det to små videoklipp hvor de annaonserer for det enkle og et video med Sissel Kyrkjebø fra 1991 i Færøyene .

Heidi Strand, 28.10.2008 kl. 06:50

16 identicon

Líst vel á hugmyndina um ad taka upp norsku krónuna.

En...fengjum vid afslátt í Norrænu?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:00

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Læra norsku og norska krónan tekinn upp - ekki vond hugmynd hjá þér Óskar

Óðinn Þórisson, 28.10.2008 kl. 12:44

18 Smámynd: Víðir Benediktsson

Allir svona hrifnir af Noregi og Noregur ekki einu sinni í ESB Þar sem hamingjan býr og vandamál óþekkt. Heidi, þakka boðið en ég hef lítið með að lesa norsku færslurnar þínar því ég skil þær ekki.

Víðir Benediktsson, 28.10.2008 kl. 23:43

19 Smámynd: Heidi Strand

Ég skrif á íslensku en sett stundum inn smá norskt efni eins og myndbönd með Sissel Kyrkjebø.

Mér finnst Karius og Baktus eiga vel við tíðarandann á Íslandi.

Heidi Strand, 29.10.2008 kl. 14:05

20 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hei Oskar gott mal ad du komst med detta inn hja der, eftir 10 ara busetu her i Norge get eg alveg mælt med busetu her. En eg get  i alvøru ekki sed hinn almenna islending  samtykkja norska kronu sem myntina sina, mer heyrist a allri umrædu darna heima ad ekkert komist ad annad en evra, eins oraunhæft og tad ern nu ad tala um a tessum timum.Islendingar ganga bara ekki bara se svona inn  i EU. tad vita teir sem sitja vid stjornvødlin heima. Thess vegna ganga deir nu med bona staf  a milli landa og bidja um lan, ad stjornin  gefi  fra ser audlyndir landsins fyrir lan fra russum myndi eg ekki vera undrandi  a eins og panikkinn er gifurleg i øllu sem stjornin og sedlab. hafa gert nu upp a sidkastid...og svo er dessi hroki sem virdist trøllrida isl. samfelaginu. Eg er nu svo grimm ad segja deir komu ser i detta latum da koma ser ur dessu sjalfir .Orsøk afleiding. He he.Nu verd eg utistengd.  kvedja fra Sirri.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:07

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir innlitið Sigríður

Ég bjó í noregi í mörg ár.. samanlagt í skandinavíu rétt tæp 10 ár.

ég er sammála þér með hrokann hér á landi og mættu íslendingar læra mikið af norðmönnum í hófsemi og kurteisi almennt.. og þá sérstaklega hjá ráðamönnum.

Hvar býrðu í noregi ? 

Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband