jæja já.. þetta er ekkert nýtt

Ég lenti í þessu árið 2000, bara í hina áttina.  Þá reis kerfið upp til aðstoðar móðurinni hér á íslandi en ég þurfti að leita réttar míns með tilheyrandi kostnaði því ekki fór íslenska ríkið að lögum í mínu tilfelli.  ég man ekki lengur hversu mörg málin voru sem Dögg Pálsdóttir notaði á mig í umboði fyrrverandi konu minnar sem gerði nákvæmlega það sem þessi faðir í noregi er að gera í dag.. en ekki færri en 6 voru þau og vann ég málið að lokum í hæstarétti þrátt fyrir mikla og ötulla baráttu Daggar fyrir því að barnið fari ekki heim til sín í noregi. 

er ekki Dögg annars í forsvari fyrir sameiginlegu forræði í dag ?  Hun var svarinn andstæðingur þess í mínu tilfelli :) 

Fórnarkostnaður minn var efnahagsleg rúst sem er sem betur fer að lagast í dag.. 


mbl.is Fluttur til Noregs án samþykkis móður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú færð fulla samúð hjá mér í þínu máli. Réttur mæðra hefur hingað til alltaf verið þeirra megin í svona málum nánast 100%. Ég held að umrædd kona sjái mest eftir meðlaginu sem hún hefur líklega talið sig eiga óskoraðan rétt á þó svo að sonurinn væri í umsjá föðurins og því alfarið á hans kostnað. Spurning um að móðirin fari nú að greiða meðlagið og þá í hina áttina en ég sé það nú varla fara að gerast eins og íslensk stjórnsýsla hefur hagað sér hingað til - þvert á allar meðalhófs- og jafnræðisreglur!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 09:09

2 identicon

Ég hefði haldið að 16 ára  drengur sem þá er að  fara í framhaldsskóla geti fundið út hvar hann vill vera, og já sú staðreynd að hún tók ekki eftir að barnið var ekki komið heim fyrr en meðlagsgreiðslurnar fóru segir nú bara töluvert..

Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:27

3 identicon

Mér finnst þið nú heldur dómharðir. Var nú ekki málið að sonurinn átti að fá að dveljast hjá föður sínum í einhvern tíma, en að hún hafi (skiljanlega) ekki verið að athuga neitt með breytingu á lögheimili fyrr en hún fékk tilkynningu um að meðlag væri fellt niður. Þá fer maður náttúrulega að athuga hvers vegna það sé.

Lilja (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Lilja það er nákvæmlega það sem gerðist í mínu tilfelli :)

Eftir 14 ára aldur þá ber löggjafavaldinu að hlusta á óskir barnsins..

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 11:09

5 identicon

Já það er furðulegt hvað Dögg hefur snúist í þessum málum. Hún var allra versti andstæðingur fráskildra feðra þegar ég var í mínum málum kringum aldamótin en virðist nú vera okkar helsti stuðningsmaður

baddi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:15

6 identicon

Hefur eitthvað komið fram hverjar óskir barnsins eru? Það eina sem fréttin segir er að maðurinn hafi skráð soninn í skóla í Noregi án vitundar móðurinnar. Það segir okkur ekkert um hvað strákurinn sjálfur vill.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðrún, 16 ára drengur er ekki viljalaus og ég efast um að hann mundi láta þetta yfir sig ganga án þess að vera samþykkur því.. eða hvað heldur þú ?

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 11:53

8 identicon

Hvað veist þú um hvað þessi ákveðni 16 ára drengur lætur yfir sig ganga? Þekkir þú hann eitthvað?

Guðrún (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:02

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þekkir þú hann eitthvað Guðrún ?  Ég hef talsverða reynslu af þessum málum og sérstaklega milli íslands og noregs og veit hvernig íslensk stjórnveöld bregðast við og ég veit líka hvernig norsk stjórnvöld bregðast við. vilji drengsins er kannaður í noregi og það verður látið gilda.. ef drengurinn er eitthvað flöktandi í sínum málum þá verður hann sendur heim til mömmu sinnar hvað sem pabbinn segir.. ÞETTTA GERA ÍSLENSK STJÓRNVÖLD EKKI !!  Svo ég hef engar áhyggjur af því að verið sé að troða á rétti drengsins.. frekar hallast ég að því að móðirin sakni meðlagana sárt. 

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 12:15

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Ester því var breytt í 18 fyrir nokkrum árum.

Einar Þór Strand, 18.9.2008 kl. 15:18

11 identicon

Er aldrei hægt að ræða málefnalega um þessa hluti? Ótrúlegt alveg hreint og þvílíkur dónaskapur sem fólki er sýndur með ýmsum ummælum hérna. Að segja að móðirin sakni mest meðlaganna finnst mér fyrir neðan allar hellur og varla að maður trúi því að hér séu fullorðnir einstaklingar á ferð og má greina mikla biturð hjá sumum hér. Það kom hvergi fram hvað drengurinn vill eða vill ekki og má alveg sýna honum og foreldrum hans smá virðingu með því að vera ekki að koma með getgátur um það.

Gullý (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:58

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ester, í máli eins og þessu sem komið er upp og bloggið fjallar að hluta til um þá gildir vilji barnsins mun meira en vilji foreldra.. ef drengurinn vill flytja til noregs og faðirinn samþykkir en móðirinn ekki.. þá gildir vilji barnsins nema um einhverjar óeðlilegar aðstæður ytra sé að ræða..  Svo drengurinn sem er orðinn 16 ára ræður hvar hann býr basicly :)

er einhver ómálefnalegur hér Gullý? 

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 16:57

13 identicon

Enn og aftur ertu að fullyrða um vilja barns sem þú þekkir ekki og veist ekkert um. Hvernig dettur þér í hug að fullyrða að drengurinn vilji búa í Noregi? Veist þú eitthvað um það?

Guðrún (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:08

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðrún, ég hef margsagt það að YFIRVÖLD Í NOREGI HAFA HAGSMUNI BARNSINS AÐ LEIÐARLJÓSI ! Skiluru ekki hvað það felur í sér Guðrún ?   

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 17:12

15 Smámynd: Guðný Lára

sama hvort foreldrar eru með sameiginlegt forræði eða ekki.. þá getur bara það foreldri sem býr á sama lögheimili og barnið breytt lögheimilinu... þannig hljóða lögin!

ég veit reyndar ekki hvernig það er þegar barnið sjálft á í hluti, þ.e. hversu gamalt barnið er þegar það má sjálft breyta lögheimilinu! En að sjálfsögðu eiga foreldrar að hlusta á vilja barnsins líka!

Foreldrar, sem ekki búa saman en fara

sameiginlega með forsjá barns, hvort

sem hún er til komin sjálfkrafa eftir

sambúðarslit eða samkvæmt samningi,

verða að komast að samkomulagi um hjá

hvoru þeirra barnið á að eiga lögheimili.

Talað er um að barnið eigi að jafnaði fasta

búsetu þar sem það á lögheimili en að

það njóti umgengnisréttar eða samvista

við hitt foreldrið á tilteknum tímum. Það

eru ýmis réttaráhrif bundin við lögheimilið

og lögheimilisforeldrið nýtur réttarstöðu

einstæðs foreldris. (fengið að láni frá: http://www.domsmalaraduneyti.is/media/Utgafa/DKM_forsja.pdf )  

Guðný Lára, 18.9.2008 kl. 17:43

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðný Lára, þetta er bara píp sem íslenskir dómstólar fara ekki einu sinni eftir.  Ég er reyndar búinn að svara þessu á þínu bloggi. 

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 18:54

17 Smámynd: Guðný Lára

Já ég er hissa á því óskar.... hef ekki heyrt svona áður! Var einstæð móðir fyrir einhverjum árum og þurfti alveg að berjast fyrir mínu, en ekki beygðu lögin sig neitt í mínu tilviki.. en ég svaraði þér annars líka á mínu bloggi

Guðný Lára, 18.9.2008 kl. 19:17

18 identicon

Drengurinn kom til min i februar að hennar beiðni. Hann vildi líka koma sjálvur.

Hér ræðum við um óákveðinn tima sem drengurinn skuli vera hjá mér.

Drengurinn fer til íslands sjálfur fyrir skömmu ettir 8 mán dvöl.

Drengurinn sótti um skóla sjálfur til að hafa möguleika til þess nú i haust.

það hefur aldrei verið launungar mál að hann flutti bustað til noregs til að fá skatta kort hér.

Eg hrindi til og með móðurinna til að vit hvenær hún hætti að fá barnabætur til að geta sótt um þær hér.

Það er fyrst i dag ettir 8 mánuði að maður heirir um þetta.

Eg veit ekki hvað er að gerast . En að fyrri reinslu þá er það trúlega að móðirinn er að reina að fá með lag með drengnum og á meðan hann var hér og drengnum sem hun er með á íslandi.

 þetta dæmi á ekkert heima í þessari umræðu.

Faðir drengsins (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:27

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eg veit ekki hvað er að gerast . En að fyrri reinslu þá er það trúlega að móðirinn er að reina að fá með lag með drengnum og á meðan hann var hér og drengnum sem hun er með á íslandi.

Þetta grunaði mig líka.  

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband