Ofbeldi ísraela tekur á síg ótrúlegustu myndir

Israelar stoppuðu palestínskt drengjalið í knattspyrnu á landamærunum og meinuðu þeim að komst á stórt knattspyrnumót í noregi, Norway Cup.  Drengirnir höfðu við erfiðar aðstæður náð að skaffa alla pappíra og stimpla og leyfi sem hugsast getur fyrir þessari ferð.. að ógleymdum þeim fjármunum sem þetta kostar.. en förin endaði á ísraelskri landamærastöð þar sem geðþóttaákvarðanir virðast oftast nær ákveða hverjir komast yfir landamærin og hver ekki.. drengirnir voru 14 og 15 ára ásamt 3 fararstjórum...

hér er fréttin : http://www.dagsavisen.no/innenriks/article361503.ece     svona lagað kemst aldrei í íslenska fjölmiðla, því miður enda erum við undirlægjur bandaríkjamanna..  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ójá.. Ísraelsmenn eru svo vondir. Aumingja Palestínumennirnir, þeir eru svo mikil fórnarlömb.

Gleymum því bara að þeir sprengja sig upp í strætisvögnum í Ísrael eða keyra jarðýtum á vagnana, og nokkra bíla svona í leiðinni og drepa nokkra gyðinga. Só what!

Ef þessar eftirlits/landamærastöðvar væru ekki að þá væri  mun meira um hryðjuverkaárásir. Ísraelsmenn verða að verja sig.

Palestínumenn hafa skapað sér þetta sjálfir með stanslausum árásum á Ísrael og síðan þegar ísraelsmenn verja sig að þá væla þeir bara og eru orðnir fórnarlömbin.

Opnaðu augun Óskar, í guðanna bænum.

Van Bastarden (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvað er að þér Van, það er ekki bara einhver lið, vondir og góðir.  Þetta er fólk og hér er hann að tala um drengi.  Ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að flokka og dæma.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:16

3 identicon

Það er akkúrat það sem Óskar gerir Nanna!

Ef þú skoðar færslur hans um þetta mál að þá sérðu með hverjum "hann heldur" í þessu máli.

"Júðar" og annar munnsöfnuður.

En síðan þegar pales´tinumaður drepur nokkra ísraela.... ekki sé ég síðuskrifara blogga um það.

Það er augljóst hverjir eru "vondir" og hverjir eru "góðir" hjá ykkur skoðanasystkynunum!

ojbara!

Van Bastarden (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég sé hvergi að hann skrifar júðar og annar munnsöfnuður. 

Van veistu hjá mér eru ekki þjóðir vondar og góðar.  Það fólk sem tekur slæmar og góðar ákvarðanir, það hefur ekkert að gera með þjóðflokka eða aðra flokkun. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sæl Nanna, að munnhöggvast við Vini villa í köben er algerlega tilgangslaust.  Þeir sjá bara svart og hvítt og skilja ekki munin á réttu og röngu.. þeir skilja ekki hvað gerist í hausnum áfólki sem haldið hefur verið í ánauð í 60 ár.. en þeir lofa ofbeldi ísraela og réttlæta það með því að benda á þessa fáu öfgamenn sem þó eru að reyna að berjast fyrir frelsi þjóðar sme ísland samþykkir að sé haldið í ánauð með því að viðhalda stjórnmálasambandi við ísraela.. oft fordæmir þetta sama fólk að við skulum senda sendinefndir til kína.. furðurlegt.  Í dæminu sme ég nefni hér var búið að gefa leyfi af ísraelskum yfirvöldum en viðkomandi landamærtastöð fór ekki einu sinni að ísraelskum lögumm.. greyið bastarðurinn skilur þetta ekki.

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 10:52

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já þetta er líklegast rétt hjá þér allt saman óskar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:56

7 identicon

Ég heyrði því fleygt að nokkrir þeirra "vina Villa vitlausa í Köben" sem skrifa undir "(IP-tala skráð)" af því að það er búið að loka hjá þeim aðganginum að Mbl.is/blogg, séu á launum.  Það væri gaman að heyra hvort þeir peningar koma frá Köben, New York eða beint frá Ísrael!

Uppreisnarseggurinn@gmail.com (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það kæmi mér ekkert á óvart uppreisnarseggur að sumir þessara manna séu á launum í sínum áróðri. 

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 11:49

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vá ég trúi ekki á slíkar samsæriskenningar, það er eitthvað svo ólíklegt.  Það þarf ekki að borga fólki, bara að tala það til.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.7.2008 kl. 11:50

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var nú aðallega að horfa til villa í köben sem virðist ekki hafa neitt annað að gera.. en rétt er það Nanna að öfgamenn þurfa oftast nær enga borgun til að koma sínum málstað á framfæri.

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 11:56

11 identicon

Og þú Óskar ert talandi dæmi um það!

marco (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:22

12 Smámynd: Heidi Strand

Hvet fólk að lesa þessa grein sem Óskar vitnar í. http://www.dagsavisen.no/innenriks/article361503.ece

Þetta er mjög ljótt mál.

Heidi Strand, 29.7.2008 kl. 13:34

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Marco ert þú einn af þessum "bönnuðu" ?   Hver helduru að taki mark á óskráðum röflurum ?

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 13:39

14 identicon

Hverjir eru þessir "bönnuðu"? 

Hver skyldi svo taka mark á hverjum?

Ekki tek ég mark á þér.

marco (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 18:03

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he gott Marco en afhverju ertu þá að vakta síðuna mína ? Þetta er ekki fréttablogg svo einhver áhugi er á mínum skrifum af þinni hálfu...

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 19:05

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar 

Eitt sinn var ég staddur í Tíberías og var þar yfir nótt. Um kvöldið varð ég var við að eitthvað var á seiði því bærinn iðaði af mannlífi og allir stefndu á ákveðið torg í bænum. Mér var sagt að fótboltalið bæjarins hefði með sigri þá um eftirmiðdaginn tryggt sér sæti í meistaradeildinni í Ísrael. Ég slóst í för með syngjandi fólki og allt lék í lyndi. Brátt komu menn með gjallarhorn á vettvang og áður en ég vissi af var byrjað að halda ræður og hrópa slagorð í hornið sem mannfjöldinn tók undir. Smá saman varð mér ljóst að ég var ekki staddur á venjulegum fótboltafagnaði heldur stjórnmálfundi. Þegar að þeir leikar fóru að æsast og minna mig á myndir frá öðrum tíma og öðru landi, lét ég mig hverfa. Þetta var í fyrsta sinn sem varð var við að andrúmsloftið í Ísrael var að breytast frá því að vera opið og vingjarnlegt í að einkennast af þjóðernishyggju og hræðslu. Ég hafði verið áður í Ísrael og kom þar reyndar við eftir þetta atvik og mig grunar að ekki hafi ástandi batnað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 19:44

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sæll Svanur,  ástandið í þessum heimshluta er þannig að það er ekki hægt að velja sér "lið".. öfgarnar á báða vegu eru ótrúlegar þótt israelar séu sínu verri í krafti vopnavalds sem þeir búa yfir.. grjót gegn skriðdreka og svo framvegis.. á meðan vesturlönd styðja ísrael mun vera stríðsástand í þessum heimshluta.

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 22:28

18 Smámynd: Heidi Strand

Óskar hvar fékkstu þessi fallega fjalli í toppmynd? Ég finn ekkert fjall.

Heidi Strand, 30.7.2008 kl. 22:39

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sæl Heidi.. ekki hugmynd.. klúður í boði moggans :)

Óskar Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 23:16

20 Smámynd: Heidi Strand

Það er ekki nóg klúður á mína síðu.

Leiðrettingarpúkin er farinn frá mér, líka broskarlanna,löggan, þessi ásfangni og alla hína.

Þetta gerðist þegar ég fór yfir á Safari

Heidi Strand, 31.7.2008 kl. 11:10

21 Smámynd: Heidi Strand

Nú ertu bara kominn með gamla fjallið aftur?
Ég reyndi að fá fjall, en fékk Skarfar.

Heidi Strand, 1.8.2008 kl. 21:03

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Suðurnámur í Landmannalaugum er stórkostlega fagurt fjall..

annars er bloggið orðið eðlilegt aftur.  

Óskar Þorkelsson, 1.8.2008 kl. 21:43

23 Smámynd: kop

Ef maður reynir að setja sig í spor þessara drengja, sem er auðvitað erfitt, þá fer maður að hugsa ýmislegt.

Þetta eru kannski friðsamir drengir, með áhuga á íþróttum. Spenntir að komast í ferð til að spila fótbolta. Trúlega stærtsa upplifun í þeirra lífi, en nei, þeir fá ekki að fara. Stoppaðir á síðustu stundu, þegar spennan er í hámarki.

Hvað skyldu þeir hugsa? Hugsa þeir Ísraelum þegjandi þörfina, eða jafnvel eitthvað meira, skyldi þó ekki vera. Kæmi mér ekki á óvart, að auðvelt yrði að fá einhvern þessara drengja til að fremja ódæðisverk.

Ekki ætla ég að dæma um hver á meiri sök, en svona atburðir eru allavega ekki til að bæta ástandið.

kop, 2.8.2008 kl. 23:31

24 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jæja, vil benda á að ÁTVR merkir í raun Á Tittlinginn Vantar Roðið. Sjá; http://sigurdursig.blog.is/blog/sigurdursig/entry/611519/

Þetta er framlag mitt til umræðna um Miðausturlönd.

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband