Norsk verðkönnun

Jæja ég gerði að gamni mínu verðkönnun í noregi sem er, eins og flestir vita sem eitthvað hugsa um neytendamál og verðlagningu á mat, dýrasta land evrópu í matvælum .. á eftir íslandi sem er fáranlega langdýrast.

 

 Svínakótilettur á 29.90 kr, venjulegt verð er 39.90 kr norskar..  Hér kosta svinakótilettur 1400 kall give or take 150 kr 

Nauta entrecode 179 kr norskar.. hér kostar þetta góðgæti 4000 kr kg give or take 300 kall eftir verslunum... 

Piparsteik 170 kr norskar, hér kostar piparsteik 3300 -4000 kr kg..  

Svínasnitsel 109 kr,  ísland 1400-1900 kr. 

Laxaflök á 69.90 kg, hér kostar kg af laxi 1200-1400 kr kg af flökum. 

10 eins og hálfslíters gos.. 89 kr norskar.. hér kostar 2 lítra flaskan 190-280 kr og 4 pak 600 kall í bónus..  

Þessi könnun var gerð í dýrustu verslunarkeðju í noregi.. ICA  

 http://www.e-magin.se/v5/viewer/files/viewer.aspx?gIssue=21&gTitle=Oslo&gYear=2008&gUserID=0&gPaperID=12225&gAvailWidth=1014&gAvailHeight=733&gInitPage=1   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég nennti því ekki Addi enda tilgangslaust.. krónan okkar er svo handónýt hvort sem er... Ef þú býrð í noregi ertu með amk 140 kr á tímann.. meðalaun 180 kall sirka.. svo þá sérðu það.. hér hafa verkmenn 800 kall á tímann.

Óskar Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 00:13

2 identicon

Full mikil einföldun hjá þér, og alveg klárlega ekki vísindalega staðið að verðkönnuninni...enda gefur hún ekki rétta mynd af verðmuninum á milli þessara landa.

 Tek dæmi: Grísakódilettur kosta 1098 krónur í Bónuss..ekki 1400 kall.

 Svínasnitzel í Noregi segir þú að kosti 109 krónur...það eru nú bara 1635 krónur íslenskar, eins og gengið er. Sem gerir þetta dýrara en í Bónuss.

15 lítrar af gosi í Noregi kosta 1335 krónur, samkvæmt því sem þú segir. En í sömu setningu ertu að benda fólki á að hægt sé að kaupa 16 lítra á Íslandi á einhvern 1500 kall... það er nú allur munurinn. Þess má þó geta, að þegar þetta er skrifað kosta 15 lítrar af Pepsi Max 892 krónur í Bónus og 735 krónur borgarðu fyrir sama magn af Fanta.... þannig að mér finnst þetta ófagleg nálgun, sem sýnir í rauninni ekki neitt.

Auk þess sem ég leyfi mér að efast um, að margir séu að komast upp með að borga verkamannalaun uppá 800 krónur á tímann á Íslandi.

Kvasir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér er skítsama hvernig gengið er Kvasir, ég miða við ef þú átt heima í noregi þá er þetta raunveruleikinn.. ekki gleyma því að íslenska krónan hefur fallið um nær 40 % síðan í haust og verðbólgan þessa dagan nálgast 30 % þótt hún sé um 15 % á ársgrundvelli..

ég hef átt heima í noregi árum saman og veit hvað kostar að lifa þar og hversu lengi ég er að vinna fyrir matarreikningnum þar .. ég hef líka átt heima á íslandi undanfarin 3 ár og veit líka hvað matarkarfann kostar hér.. ég er mun lengur að vinna fyrir henni heldur en í noregi og nóta bene.. noregur er langdýrasta land í evrópu fyrir utan ísland sem aldrei er talið með enda í örhagstærð..

Ef ég hefði miðað við svíþjóð væriru grátandi yfir verðmuninum Kvasír.  

Óskar Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband