Rafa er oft tuðari.

Það er með ólíkindum hvað Rafael getur tuðað, hann segist taka einungis einn leik fyrir í einu en er í næsta leik að segja að leikurinn eftir þann leik sé svo mikilvægur !!  Það ekki von að maður klóri sér í hausnum enda er "recordið" undanfarna 6 leiki alveg meiriháttar hjá Liverpool þar til Reading lét fleytuna steita á skeri.. Hann tekur SG útaf vegna þess að það er svo mikilvægur leikur framundan og að staðan hafi verið töpuð !! HALLÓ Senor Benites.. það voru heilar 20 mínútur til þess að jafna leikinn og ná stigi út úr þessum leik. en nei, Rafa ákveður að fara þá leið að tapa leiknum.

Mér er alveg sama þótt við hefðum átt að fá minnst  2 víti í þessum leik.. við áttum líka tvisvar sinnum skot í tréverkið. Dómarinn tapaði ekki leiknum fyrir okkur heldur gerðu leikmennirnir það og stjórinn með sinni uppstillingu.  Við höfum verið að spila 4-4-2 og unnið góða sigra undanfarið en í dag ákvað Rafa að spila 4-3-3 , Voronin og SG á köntunum með Harry Kewell á bekknum !!  Ég skil ekki alveg þá uppstillingu og þar að auki að hafa Peter Crouch inná.. ég stend við þá fullyrðingu mína að EKKERT lið mun vinna enska titilinn með þennan trúð innanborðs.

Næsti leikur er gegn Marseilles í Frakklandi á miðvikudaginn.  vonandi gengur betur næst.


mbl.is Benítez óánægður með dómarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll þín grein er tuð

TY (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 00:19

2 identicon

hann byrjaði með 4-4-2, torres og crouch á toppnum og voronin á vinstri væng.

og þetta með crouch tel ég að sé rangt hjá þér. hann var hinsvegar ekki svaka góður í þessum leik en í flestum leikjum þá er þessi maður lykilleikmaður. svo ef liverpool ætla að gera atlögu að titlinum þá verða þeir að hafa þennan mann innanborðs.

en aftur að leiknum. þetta víti sem liverpool fékk á sig var rétt dæmt og liverpool átti að fá eina vítaspyrnu en ekki tvær, þ.e. ef að  þetta hitt sem þú nefnir sé það sama og ég sá og samkvæmt fyrrv. dómara, a.k.a. pabba, þá var það ekki víti. 

Hörður (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 04:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uppstillingin fyrir leik á pappírunum var 4-4-2 en í reynd var hún 4-3-3 þar sem Voronin var spilandi meira og minna sem framherji og Riise var oftast nær í hans stöðu sem gerði bakvörðin vinstra megin veikan fyrir þótt ekki hafi verið veikleiki þar sem gaf mörkin.  Reyndar ef maður skoðar hvernig liverpool spilaði þá var næstum um 4-2-4 að ræða um tíma, þar sem Sissoko og Mascherano voru hafðir saman á miðjunni til að stöðva sóknir andstæðingana og kantararnir okkar SG og Voronin höfðu meiri áhuga á sóknarleik en kantspili.

PC mun seint verða talin lykilmaður í neinu liði nema þá Derby county og KR. Hann kann ekki fótbolta og mun varla læra hann úr þessu.. en því miður þá höfum við annan leikmann í Liverpool sem er enn verri í fótbolta en PC og hefur enn minni leikskilning en PC og það er Sissoko, hörmungarkaup í þeim manni og ekki nýtanlegur í eitt eða neitt.

Óskar Þorkelsson, 9.12.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Heidi Strand

Det eneste jeg vet om fotball er at det er noen mannfolk som løper etter ein lærball. Den ene  prøver å nå ballen fra den andre og sparke den i mål. Noen skader seg og havner på sykehus, noen er glade og andre er lei seg. Når kampen er over er de veldig svette og skitne og så dusjer de sammen.
Etter kampen krangler man om dommeren. Noen får bakrus.

Heidi Strand, 9.12.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jeg har hört om damer som gjör lignende  

Svette og skitne mannfolk er jo bara koseligt av og till

Óskar Þorkelsson, 9.12.2007 kl. 20:12

6 Smámynd: Heidi Strand

Jeg synes at fotball er mannfolksport.

Koseligheten avhenger av humøret.

Heidi Strand, 9.12.2007 kl. 21:28

7 Smámynd: Heidi Strand

Damer skal sitte hjemme og strikke, hekle eller brodere mens mannfolka sparker fotball eller ser på fotballkamp, roper, raper, drikker øl og spiser pizza Grandiosa.

Heidi Strand, 9.12.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ENIG Heidi

Óskar Þorkelsson, 9.12.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband