úlfaldi eða drómedari

smámunasemin er alveg að fara með mig þessa dagana..

Á myndinni er ekki úlfaldi heldur drómedari sem er ættaður frá mið austurlöndum, úlfaldi kemur hinsvegar frá mið asíu og hefur tvær kryppur eða fituhnúða.. hvort heldur sem er þá er eflaust ekki gott að vera riðið í hel af þessum skepnum.


mbl.is Gæludýr varð ástralskri konu að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að á þessari mynd sést Drómedari. Færð prik fyrir það,ekki allir sem vita muninn á þessu,En..... af því að ég er nú alltaf með leiðindi hérna (sjá færsluna um Tæland) :) þá verð ég að benda á,að þetta er ekki alveg rétt fullyrðing hjá þér heldur.

"Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára.

Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er með tvo hnúða á baki og lifir í Mið-Asíu. Hin tegundin nefnist drómedari (Camelus dromedarius), er með einn hnúð á baki og lifir í Norðanverðri Afríku og í Arabíu." ....

Þessa runu hér að ofan ákvað ég að peista bara beint hingað af vísindavef háskólans (sem er stranglega bannað og ritstuldur af verstu gerð),því mér fanst það lýsa málinu betur heldur en ef ég hefði gert það í einhverri langlokunni.... En þetta eru sem sagt bæði úlfaldar...Kameldýr og Drómedari

Carl Berg

Carl Berg (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hefur ekkert að gera í vinnunni ?

Takk fyrir þessar upplýsingar.

Óskar Þorkelsson, 20.8.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er rétt hjá þér að þetta er drómedari á myndinni, en rangt hjá þér að hann sé ekki úlfaldi. Eftir því sem ég best veit eru úlfaldar með tvær kryppur kallaðir kameldýr. En bæði kameldýr og drómedarar eru úlfaldar.

Svava frá Strandbergi , 20.8.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Camel

víst maður er byrjaður á þessu.. hvaðan í andskotanum kemur orðið úlfaldi ? þvílíkt orðskrípi.

Óskar Þorkelsson, 20.8.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Jens Guð

  Á Kamel-sígarettupakkanum mínum er dýrið með eina kryppu. 

Jens Guð, 22.8.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband